Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2012 01:50

Jólatrjáasala er víða á Vesturlandi

Jólatré urðu fyrir löngu ómissandi hluti jólahaldsins. Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum eru frá Suður-Þýskalandi á 16. öld og allra fyrstu jólatré á Íslandi sáust í kringum 1850. Það að fara með fjölskylduna og fella eða kaupa jólatré er hefð hjá mörgum fjölskyldum. Á Vesturlandi eru jólatré víðsvegar seld á aðventunni af hinum ýmsu aðilum og hefur myndast skemmtileg stemming á sölustöðum. Hér á eftir er greint frá þeim stöðum þar sem íbúar á Vesturlandi geta orðið sér út um jólatré í landshlutanum og venju samkvæmt eru þau víða í boði.

Á Akranesi eru Björgunarfélag Akraness og Slysavarnardeildin Líf með jólatrjáa- og leiðisgreinasölu í húsnæði Björgunarfélagsins að Kalmansvöllum 2b. Fyrsti opnunardagurinn var í gær, föstudag, og er opið á hverjum degi, á mismunandi tímum, fram á aðfangadag þegar opið verður frá kl. 10-12.

 

Í Borgarbyggð standa björgunarsveitirnar Brák og Heiðar ásamt Skógræktarfélagi Borgarfjarðar að jólatrjáasölu. Sveitirnar bjóða fólki að koma og skoða skógana í Reykholti, í Einkunnir ofan við Borgarnes og í Grafarkoti um helgina þar sem fólk getur valið og fellt sín eigin tré. Í búrekstrardeild KB í Borgarnesi mun Björgunarsveitin Brák vera með jólatrjáasölu dagana 20.-23. desember kl. 14-18.

 

Skógræktarfélag Eyrarsveitar í Grundarfirði mun selja jólatré úr Brekkuskógi, sem er ofan við byggðina. Salan mun standa yfir dagana 22.-23. desember kl. 13-17 og starfsfólk verður á svæðinu tilbúið til að leiðbeina fólki sem sagar eigin tré.

 

Í Stykkishólmi selur Skógræktarfélag Stykkishólms furur beint úr skóginum og verður salan í Langási í Sauraskógi um helgina 22.-23. desember klukkan 11-16. Fólk getur fellt sín eigin tré en þá er fólki bent á að koma með sög að heiman.

 

Ungmennafélögin Víkingur og Reynir verða með jólatrjáasölu í Snæfellsbæ á morgun, sunnudaginn 16. desember frá kl. 17 til 20:30 í húsnæði Ragnars og Ásgeirs í Ólafsvík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is