Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2012 06:15

Keppt um best skreyttu kennarastofuna í Grundaskóla

Kennarar Grundaskóla á Akranesi kepptu síðastliðinn föstudag um hverjir ættu skemmtilegast skreyttu kennarastofuna í skólanum. Óháð dómnefnd var fengin til að velja sigurvegarana og að þessu sinni voru það þær Svala Hreinsdóttir, Laufey Jónsdóttir og Ragnheiður Þórðardóttir frá bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar sem skipuðu dómnefndina. Þetta er í fimmta skipti sem kennarastofukeppnin er haldin með þessum hætti og segir Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri að keppnin verði betri með hverju ári. „Hugmyndaauðgi starfsmanna eru engin takmörk sett. Þegar maður heldur að toppnum hafi verið náð kemur eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Hrönn. Fimm kennarastofur öttu kappi og voru skreytingarnar hverri annarri skemmtilegri og mikið fjör í skólanum. Sem dæmi má nefna að blaðamanni Skessuhorns var boðið í dans á einni deildinni.

Nemendur skólans hlupu á milli deilda og skoðuðu sýningarnar, ásamt því að gamlir nemendur skólans skutu upp kollunum og virtust allir hafa gaman af.

Úrslit í keppninni verða tilkynnt í jólahangikjötsveislu starfsmanna 20. desember næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is