Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2012 12:51

Þriðji Flandraspretturinn verður á fimmtudagskvöldið

Þriðji Flandrasprettur vetrarins verður hlaupinn á götum Borganess næstkomandi fimmtudagskvöldi. Hlaupahópurinn Flandri stendur fyrir sprettinum, en í vetur verða samtals haldnir sex slíkir, nánar tiltekið þriðja fimmtudag hvers mánaðar frá október og fram í mars. Sprettirnir eru stigakeppni og verða verðlaun veitt að loknu síðasta hlaupinu fyrir stigahæstu einstaklinga í hverjum aldursflokki. Flandrasprettirnir eru 5 kílómetrar með upphafi og endi við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Hlaupið hefst kl. 20:00, en sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrr í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar. Seðillinn kostar 500 krónur en þátttakendur fylla út seðilinn, hlaupa með hann og skila honum svo þegar þeir koma í mark.  Hægt er að nýta búningsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni að hlaupi loknu gegn gjaldi. Eftir tvö fyrstu hlaupin er Arnar Pétursson ÍR, Íslandsmeistarinn í maraþoni, efstur karla en næstir koma tveir Flandrafélagar, Kristinn Sigmundsson og Sigurjón Svavarsson. Hjá konunum er Hrafnhildur Tryggvadóttir Flandra stigahæst, Irma Gná Jóngeirsdóttir Tjúllaskokki kemur næst en Guðrún Berta Guðsteinsdóttir Flandra er í þriðja sæti.

Þátttakendur í Flandrasprettunum hafa verið á öllum aldri og á mismunandi hraða, allt frá Íslandsmeistara í maraþonhlaupi sem á brautarmetið, 16:16 mín, upp í miðaldra Borgnesinga sem eru nýbúnir að taka fram hlaupaskóna. Framfarirnar hjá síðarnefnda hópnum hafa verið undraverðar síðustu vikur, að sögn Stefáns Gíslasonar forsvarsmanns Flandra, og alltaf bætast nýir hlauparar í hópinn. Helst hefur vantað í yngsta aldursflokkinn. Búist er við metþátttöku í Flandrasprettinum á fimmtudagskvöldið, enda veðurspáin einkar hagstæð. Þátttökumetið er 29 manns frá því úr fyrsta hlaupinu, en margt bendir til að þátttakendur nú verði nær 50.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is