Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2012 03:00

Er þakklátur þrátt fyrir allt

Berent Karl Hafsteinsson var aðeins tvítugur þegar hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi eftir ofsaakstur á Akranesi fyrir 20 árum. Hann var heppinn að halda lífi en braut nærri fjórða hvert bein í líkamanum og missti vinstri fótlegginn. Í dag hefur hann atvinnu af forvörnum og ræðir um reynslu sína við nemendur í grunn- og framhaldsskólum um allt land. Hann hefur lent í fjórum umferðaróhöppum frá slysinu en átti ekki sök á neinu þeirra og segist hættur að fara út í umferðina á annatíma. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Berent og talaði meðal annars við hann um fortíð, framtíð og föðurhlutverkið, en hann kvæntist á síðasta ári og eignaðist sitt fyrsta barn nú í september.

Það var ekki hlaupið að því að hitta á Benna Kalla eins og hann er jafnan nefndur. Þegar blaðamaður ræddi við hann var hann nýkominn úr vikulangri reisu um Austurland þar sem hann heimsótti nemendur í 10. bekkjum landshlutans á vegum Alcoa Fjarðaráls. Eftir heimkomuna var ferðinni heitið beint í Rimaskóla í sama tilgangi. „Ég var með fimm fyrirlestra á fjórum dögum fyrir austan, þetta er dálítið mikil keyrsla,” segir hann.

 

Það eru liðin 7 ár frá því Benni hóf að starfa að forvarnamálum. „Ragnheiður Davíðsdóttir hjá VÍS dró mig fyrst með sér í kringum 2005 en hún er mikill frumkvöðull í forvarnamálum hér heima. Seinna fór ég að semja við hin ýmsu bæjarfélög um að fara í grunnskóla á þeirra vegum og tala við ungmenni. Svo kom kreppan. Allir vildu fá mig en það voru engir peningar til. Ég er svo sannarlega ekki að gera þetta peninganna vegna en get samt ekki verið að fara um allt án þess að fá neitt fyrir það, þetta er vinnan mín,” segir Benni. Það var þá sem Trausti Gylfason forvarnafulltrúi hjá Norðuráli hafði samband við hann og bauð honum að fara í skóla á Akranesi. Eitt leiddi af öðru. „Í dag hef ég unnið fyrir öll álverin, IKEA, Símann og ýmis önnur stórfyrirtæki á vegum eignarhaldsfélagsins Norvik. Ég næ að draga fram lífið með þessu og er þakklátur fyrir það. Margir sem lenda í alvarlegum slysum ná ekki að komast aftur út á vinnumarkaðinn og eru dæmdir til að vera farþegar í samfélaginu. Þannig var með mig fyrst,” segir Benni en hann er 75% öryrki.

 

Sjá nánar viðtal við Berent í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is