Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2012 04:01

Lengi býr að fyrstu gerð

Hann er fluttur í kaupstaðinn eftir að hafa alið allan sinn aldur á slóðum forfeðranna. Handtakið er traust og hlýtt þegar boðið er í bæinn. Það er engin hamagangur á viðmælanda. Rólegur treður hann í pípu sína, horfir ögn fjarhuga á blaðamann, kveikir í tóbakinu og hefur svo upp raust sína. Haukur Sveinbjörnsson er fyrrum bóndi, oddviti og meðhjálpari á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Í landi Snorrastaða rís formfögur Eldborgin, fjall sem flestir vegfarendur taka eftir og þekkja og dregur fólk að. Frá bænum hefur jafnframt um langa hríð verið veitt leiðsögn á Löngufjörur og meðal annars þess vegna var farið út í ferðaþjónustu á Snorrastöðum. Haukur segist sestur í helgan stein, enda áttræður á árinu, búinn að afhenda dóttur og tengdasyni allt í sveitinni, þar eigi hann ekkert nema rauðan klár. Hann hefur skoðun á mörgu, hefur þó aldrei skipt sér af pólitík, segist saklaus af því. Við setjumst niður í stofunni í kaupstaðnum og spjöllum við bóndann.

Sá verður eftir sem lakast er gefinn
„Ég er fæddur 6. febrúar 1932 og uppalinn á Snorrastöðum og hef varla gist að heiman fyrr en við hjónin, Ingibjörg Sigríður Jónsdóttir og ég settumst að í Borgarnesi. Það voru afi og amma, Sólveig Magnúsdóttir og Jón Guðmundsson sem keyptu jörðina og fluttu 1883 að Snorrastöðum. Pabbi var þar fæddur, ég er því þriðji ættliður sem þar býr og barnabörnin mín þau fimmtu. Ég er fæddur í gamla húsinu, fyrsta veturinn sem þar var búið, og ólst upp við að hafa skyldur og ábyrgð og hjálpa til frá því að bleiu var sleppt, að heita má,“ segir Haukur og leggur áherslu á orð sín. „Við alsystkinin erum sex, níu árum eldri er hálfbróðir. Faðir okkar var kennari og því var skólagangan af skornum skammti. Skólinn var oft á Snorrastöðum því á þessum ári var farskóli það sem bauðst til sveita. Ég man eftir að árið 1957 var mikill snjóavetur og krakkarnir komust ekkert í burtu og voru heima í samtals tíu vikur, það var nú nokkuð.“

Lesa má viðtal við Hauk Sveinbjörnsson á Snorrastöðum í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is