Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2012 10:01

Grænland ekki eins kalt og margir halda

Hann talar norðlensku en segist þó ekkert vera að norðan. Er alinn upp í Ytri Fagradal á Skarðsströnd í Dölum og í Reykjavík. Honum finnist hins vegar norðlenskar áherslur flottari og réttari. Stefán Hrafn Magnússon hefur búið á Grænlandi um árabil en nokkur undanfarin ár hefur hann búið á Íslandi á vetrum en farið heim til Grænlands á sumrin þar sem hann rekur hreindýrabú ásamt ferðaþjónustu sem byggir á veiðum. Hann segir að snjóleysi kalli á nýjar úrlausnir varðandi hreindýrabúskapinn og að loftslagið á hans svæði á Grænlandi sé ekkert ósvipað því sem gerist í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Stefán opnar dyrnar fyrir lesendum Skessuhorns í íbúð sinni á Akranesi, þar sem hann á heima núna.

Bakið gaf sig
Stefán Hrafn er hálf haltur og skakkur þegar hann býður í bæinn enda að leggjast undir hnífinn vegna brjósklos í baki. „Þetta er mein sem á sér gamla sögu,“ segir hann þegar blaðamaður spyr um hverju þetta sæti. „Við vorum einu sinni tveir að ferðast um á vélsleða og komum að á. Sá sem var með mér var með æki aftan í. Ég kom fyrst að ánni og stoppaði vegna þess að aðstæður voru þannig að það hafði hlánað, ís undir og yfir en vatn á milli. Félagi minn stoppaði hins vegar ekki heldur óð beint út á og fór auðvitað á kaf með allt sitt hafurtask. Ég varð að koma honum, sleðanum og aftanívagninn uppúr og gerði það með handaflinu því öðru varð ekki við komið. Svo var þetta ekkert meira og við tvímenntum á sleðanum mínum heim. Um nóttina gat ég ekki sofið fyrir kvölum í bakinu og lá í viku. Mér batnaði en hef aldrei verið samur síðan og því er komið að þessu, að fara undir hnífinn.“

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í gær. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is