Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2012 01:15

„Því meira sem ég æfi mig, því heppnari verð ég“

„Að stuðla að framförum með nýjum hugmyndum, verklagi eða uppgötvunum,“ er skýring íslensku orðabókarinnar á orðinu nýsköpun. Landsmenn hafa lengi kallað eftir slíku verklagi enda felst í ákallinu viss vænting um að hugmyndaríkir brautryðjendur leiði þekkingaröflun samfélagsins á braut hagnýtingar sem leiði af sér atvinnu- og verðmætasköpun í takt við almennar framfarir í samfélaginu. Nýsköpun, í hverju formi sem hún er, er ætíð leidd af forgöngumönnum, hálfgerðum landkönnuðum sem kortleggja vegferð nýsköpunar. Óhætt er að segja að einn slíkan sé að finna í Hjálmari Gíslasyni, framkvæmdastjóra og eins af stofnendum íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins DataMarket. Hjálmar er borinn og barnfæddur Borgfirðingur, er 36 ára gamall og fæddur og uppalinn á Hvanneyri í Andakíl en hann er sonur þeirra Eddu Þorvaldsdóttur kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands og Gísla Sverrissonar kerfisstjóra hjá Frumherja. Hann á að auki ættir sínar að rekja að Háafelli í Hvítársíðu, langt aftur í aldir að eigin sögn.

Frá unglingsaldri hefur Hjálmar nánast lifað og hrærst í hugbúnaðargeiranum á Íslandi og unnið þar að merkilegu brautryðjendastarfi sem vakið hefur eftirtekt langt út fyrir landssteinana. Meira að segja á ekki óæðri stöðum en í sjálfu Hvíta húsinu í Washington. Skessuhorn fékk Hjálmar í spjall um borgfirskan uppruna sinn, kynni sín af tölvutækninni og frumkvöðlastarf sitt í greininni.

 

Þræðirnir liggja saman á Hvanneyri

Skessuhorn byrjar að spyrja Hjálmar úti í uppruna sinn, sem er í Hvítársíðu í Borgarfirði en einnig á Suðurlandi. „Mamma er frá Háafelli í Hvítársíðu og reyndar hefur löng röð forfeðra minna búið þar í gegnum aldirnar. Auk þess dvaldi ég þar tvo vetur sem barn og öll sumur til 16 ára aldurs, fyrst hjá afa og ömmu og seinna hjá Jóu móðursystur minni (Jóhönnu) og Þorbirni manninum hennar sem búa þar enn í dag. Taugarnar í Hvítársíðuna eru því nokkuð sterkar. Ég bjó hins vegar lengst af á Hvanneyri, eða þangað til ég flutti til Reykjavíkur um tvítugt. Pabbi er uppalinn í Biskupstungunum, en afi og amma þeim megin kynntust reyndar á skólaárum afa á Hvanneyri þannig að allir þræðir liggja saman þar,“ svarar Hjálmar. Að hans mati var frábært að alast upp á Hvanneyri, ekki síst vegna þess frelsis sem staðurinn býður upp á. „Það var algerlega frábært að alast upp á Hvanneyri. Lausaganga barna tíðkaðist á þessum tíma þannig að maður hafði mjög mikið frelsi til að hlaupa um, kynnast náttúrunni og bústörfunum af eigin raun, og auðvitað leika við hina krakkana á svæðinu með hæfilega litlum afskiptum fullorðna fólksins frá tiltölulega ungum aldri. Þetta er mjög ólíkt því sem ég held að jafnaldrar mínir, til dæmis á Reykjavíkursvæðinu og svo sannarlega nánast öll börn í dag alast upp við, þó ég búist nú við að þetta sé ekki alveg horfið í þorpum eins og Hvanneyri.“

 

Sjá viðtal við frumkvöðulinn Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra DataMarket í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is