Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2012 12:01

Hér líður okkur einstaklega vel

Á Fornu-Fróðá við Ólafsvík búa hjónin Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Sigþór Guðbrandsson. Hann er innfæddur Ólsari og hefur aldrei átt heima annars staðar og segist því eins og hver annar heimalningur. Sigurbjörg er hins vegar frá Ferjubakka í Borgarfirðinum. Hún er fædd á Hamri við Borgarnes í hvíta burstabænum. Hún segist hafa á flust á milli staða í Borgarfirðinum fyrstu æviárin. „Við vorum á Borg á Mýrum, Langárfossi en lengst af á Ferjubakka en ég var bara fjögurra ár þegar við komum þangað. Þar ólst ég upp þar til ég fór að vinna í Reykjavík. Foreldrar mínir fluttu hingað til Ólafsvíkur árið 1965 og ég kom í heimsókn til þeirra þá um jólin. Þá kviknaði sú hugmynd að vera á vertíð í Ólafsvík. Ég ætlaði auðvitað að safna miklum auði með vinnu í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Svo í vertíðarlokin þá hittumst við Sigþór. Það var bara eins og með malt og appelsín, við pössuðum saman,“ segir Sigurbjörg og bendir á glas með jólablöndunni alþekktu.

Byggingin fjármögnuð með uppgerðum bíl

Þau Sigurbjörg og Sigþór byrjuðu á því að byggja hús í Ólafsvík áður en þau fóru að búa saman og fluttu inn í það 1971. Grunnurinn á húsinu var fjármagnaður með bíl sem Sigþór hafði gert upp og selt en hann er bifvélavirki. „Ég lærði bifvélavirkjun hjá Guðjóni Sigurðssyni í vélsmiðjunni Sindra í Ólafsvík. Ég var í bifvélavirkjuninni í 24 ár. Við vorum þrír sem rákum Bílaverkstæðið Berg. Hinir tveir voru nokkuð eldri en ég og við hættum þessum rekstri 1986 en þá fór ég í línuflokk hjá RARIK og er þar enn. Það er fjölbreytt og skemmtileg vinna, fyrst og fremst á Snæfellsnesinu. Loftlínum fer fækkandi en vinnan hefur aðallega verið við þær,“ segir Sigþór. Sigurbjörg hóf verslunarstörf eftir að hún hafði unnið í fiskinum. „Ég fór að vinna hjá Láru Bjarnadóttur kaupmanni í verslun Jóns Gíslasonar en það var verslun með bækur og vefnaðarvöru. Svo dó Lára árið 1982 og við vorum tvær vinkonur, ég og Guðrún Blöndal, að vinna hjá henni. Okkur datt þá í hug að reyna fyrir okkur í verslunarrekstri. Við keyptum lagerinn úr versluninni og fengum bóksöluleyfið. Við keyptum svo húsnæði á Grundarbrautinni og rákum verslunina undir nafni Láru til 1987.“

 

Eftir það fór Sigurbjörg að vinna í Landsbankanum. „Peningastofnarnir hirtu okkur Guðrúnu því hún fékk vinnu í Sparisjóðnum. Ég var að vinna í Landsbankanum til 2004 að ég greindist með krabbamein sem náðist að komast fyrir. Ég hins vegar ákvað þá bara að njóta lífsins í letinni. Þetta var um svipað leiti og við fluttum alveg hingað að Fornu-Fróðá,“ segir Sigurbjörg.

 

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is