Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 12:01

Voru saman í verslunarrekstri í þrjá áratugi

Bræðurnir Bjarni og Svanlaugur Lárussynir hafa verið samrýmdir alla tíð. Í þrjátíu ár ráku þeir verslun í Stykkishólmi við þriðja mann. Þetta var ekki bara matvöruverslun heldur sannkallað „magasín.“ Þar var líka vefnaðarvara, þar voru leikföng og nánast allt sem fólk þurfti. Þeir ráku líka sláturhús og þess vegna þurftu þeir að hafa allt á boðstólnum sem bændur þurftu til búrekstrar. Reksturinn gekk líka í takt við sjávarútveginn. Þegar skelveiðar voru hvað mestar í Breiðafirði og rækjuveiðar líka var mikið að gera. Þá jukust umsvifin í bænum og aðkomubátar með heimabátum þurftu sinn kost. Bræðurnir ráku ásamt Benedikt Lárussyni verslunina Hólmkjör í Stykkishólmi í þrjátíu ár. Þeir þrír voru daglega kallaðir „Lárarnir“ af heimamönnum. Upphafið var Verslun Sigurðar Ágústssonar en „Lárarnir“ tóku hana yfir. Svanlaugur Lárusson hafði starfað þar en bróðir hans Bjarnivar í Kaupfélagi Stykkishólms. Félagi þeirra Benedikt hafði séð um bókhaldið í verslun Sigurðar Ágústsonar. Þeir voru allir Lárussynir en aðeins Svanlaugur og Bjarni bræður. Blaðamaður sótti þá bræður heim í íbúðir þeirra á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi en Bjarni er nú 92 ára og Svanlaugur 88 ára.

Kom með pakka og var ráðinn í vinnu

Svanlaugur segist því miður ekki hafa farið í framhaldsnám eftir barnaskólanám í Hólminum. „Það var nú bara mér að kenna að ég fór ekki í skóla. Ég var farinn að beita um fermingu og þegar ég var sextán ára gamall lá leiðin á sjóinn. Þar var ég samt ekki lengi þó svo að Ágúst Pálsson móðurbróður minn hafi ætlað að gera mig að sjómanni en ég var með honum á sjó. Með honum var ég í eitt til tvö ár á snurvoð. Við fórum líka á steinbítsveiðar vestur á firði. Ég fór svo seinna tvö sumur á síld. Þetta var 1947 og 1948 en þá var ég á Víði frá Eskifirði með Sigga Magg. Eftir að ég tók bílpróf fór ég að keyra vörubíl í fyrstu en síðan tók ég meiraprófið árið 1944 og fór að keyra rúturnar, sem ég gerði í tíu ár. Svo var það einu sinni að ég kom með pakka úr rútunni til verslunar Sigurðar Ágústssonar að á móti mér tók maður sem hafði unnið þar lengi. Hann sagði mér að hann væri að hætta og ég svaraði svona í gamni að það væri nú gaman ef ég tæki við af honum. Hann svaraði því til að það væri þá ákveðið. Mig minnir að ég hafi verið að koma með skyrkassa þegar þetta var. Ég var orðinn svolítið þreyttur á rútukeyrslunni. Þetta voru átta tíma ferðir til Reykjavíkur héðan á þessum lélegu vegum sem þá voru. Það fóru tveir dagar í túrinn fram og til baka.“

 

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is