Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 03:01

Snillingar og græjufíkn hafa mótað lífsmunstrið

Hún heitir Ásthildur Thorsteinsson og býr á Hurðarbaki í Reykholtsdal. Segist hafa verið forvitin skopparakringla sem barn með hesta- og veiðidellu á háu stigi. Alltaf að koma sér í vandræði með forvitninni en var jafnframt svo heppinn að fá að eyða sumrum bernskunnar á bökkum Norðurár þar sem hún kynntist mörgu fólki sem mótað hefur fyrir lífstíð. Þar sem Borgarfjörður heillaði var kannski ekkert undarlegt að þar yrði sest að. Eftir að góðu kaffi hefur verið skenkt í bolla er forvitnast um hagi þessarar konu sem skyld er listamanninum Mugg og fleira hagleiksfólki, enda listfeng sjálf.

Forvitnin þá og nú
„Ég er í raun bæði alin upp í Reykjavík og í Borgarfirði þar sem ég dvaldi öll sumur til 15 ára aldurs í Birkihlíð í Munaðarneslandi hjá móðursystur minni. Ég hef því alltaf sagt að ég eigi tvær mömmur.“ Það er Ásthildur Thorsteinsson á Hurðarbaki sem hefur orðið og heldur áfram. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var 12 ára gömul en ég var svo heppin að eiga þessa móðursystur mína að. Hún átti engan nema mig, þ.e. ekki önnur börn. En dvölin með henni í Borgarfirðinum mótaði mig fyrir lífstíð held ég. Sem barn var ég gífurlega forvitin og er kannski enn,“ segir hún kankvís, „þótt ég hafi kannski lært að fela það betur með árunum. En á þessum tíma voru listamenn og alls kyns snillingar, í raun einfarar, sem ég hitti og umgekkst, ekki síst uppi í Borgarfirði. Þar var meðal annars Diddi Morteins. Hann var listmálari og ég fylgdist oft með honum skapa sín listaverk. Ég hafði gífurlega gaman af því að sjá málverk fæðast og verða til. Síðar þegar mamma var að skipta á milli okkar systra þremur málverkum sem hún átti eftir hann, gaf hún mér eitt með tveimur svönum. Hún sagði alltaf að þeir táknuðu okkur hjónin. Það er bara nýlega sem ég kom auga á að baksviðið er Baula í Borgarfirði.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is