Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2012 09:01

Sagnaritarar samtímans – Iðunn Silja Svansdóttir

Áhugaljósmyndarar eru víða og fer þeim fjölgandi eftir að stafræn ljósmyndatækni gerði slíkt áhugamál í senn auðveldara og ódýrara en áður. Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög; skrá atvinnusöguna, menningarsöguna og brauðstritið hverju sinni. Þeir eru ekki endilega að ljósmynda í atvinnuskyni heldur drífur áhuginn þá áfram. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Í raun ætti að verðlauna þetta fólk með einhverjum hætti; gera það að launuðum bæjar- og héraðalistamönnum, því það er þetta fólk vissulega. Hér á Vesturlandi eru margir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum árum hafa nokkrir áhugaljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir. Við köllum þetta fólk samtímasöguritara, fólk sem á í fórum sínum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik.

Hefur alltaf haft áhugann

Sagnaritari samtímans að þessu sinni er Iðunn Silja Svansdóttir. Hún er uppalin í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi, er 31 árs gömul og býr nú á bænum Hrossholti sem er stutt frá æskustöðvunum. Þar hefur hún búið síðan 2006 með manni sínum Halldóri Sigurkarlssyni og tveimur dætrum þeirra, Kolbrúnu Kötlu 6 ára, en sú yngri er enn óskírð og verður mánaðargömul 22. desember nk. Iðunn og Halldór vinna bæði við tamningar hrossa í Söðulsholti, á næsta bæ. „Ég er næstum því heima hjá mér,“ segir Iðunn.

 

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is