Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 06:01

Fundað með fyrirtækjum á Grundartanga

Inn- og útflutningur um Grundartangahöfn nam á síðasta ári um einum og hálfum milljarði króna. Það er svipuð upphæð og áformuð er í framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna á Grundartanga til ársins 2016. Á næsta ári er áætlað að alls verði framkvæmdir og viðhaldsverkefni Faxaflóahafna tæpar 350 milljónir á Grundartanga en þá verður m.a. undirbúin lenging Tangabakka um 120 metra á árinu 2014. Auk framkvæmda Faxaflóahafna er m.a. á næsta ári gert ráð fyrir að endurvinnslufyrirtækin GMR og Kratus haldi áfram eða ljúki framkvæmdum. Þá muni eitt fyrirtæki til viðbótar líklega hefja uppbyggingu starfsstöðvar á svæðinu. Það er Járn og blikk sem þjónar m.a. stóriðjunni og hefur fengið úthlutað lóð. Auk þessa er unnið að mjög stórum framkvæmdum á Grundartanga nú um stundir og verður á næstu árum, hjá Norðuráli, Landsneti og Elkem.

Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi stjórnar Faxaflóahafna með fulltrúum fyrirtækja á Grundartanga í síðustu viku, en um þúsund manns starfa þar alla jafnan, hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og við verktöku á svæðinu. Þetta var þriðji fundurinn á árinu sem haldinn er með notendum og fyrirtækjum á starfssvæði Faxaflóahafna. Um 30 manns voru á fundinum og var þar m.a. farið yfir ýmis málefni sem varða Grundartanga, einkum þá umhverfisúttekt sem hafin er vinna við. Í upphafi bauð Hjálmar Sveinsson, formaður stórnar Faxaflóahafna sf. fundarfólk velkomið og gat þess að Faxaflóahafnir vildu sýna samfélagslega ábyrgð m.a. með því að hrinda af stað úttekt á umhverfinu á Grundartanga og að fyrirtækið vildi einnig vera álitið notendavænt.

 

Í framhaldi fór Gísli Gíslason hafnarstjóri yfir ýmis verkefni á Grundartanga svo sem verkefni ársins 2013 og fleiri mál sem unnið væri að til lengri og skemmri tíma. Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar sagði frá stöðu mála og fyrirhuguðum framkvæmdum varðandi vatnsmál. Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi greindi frá skipulagsverkefnum og Guðjón Jónsson efnaverkfræðingur fjallaði um verkáætlun og efnistökum við umhverfisúttekt þá sem hafin er vinna við. Að framsöguerindum loknum urðu nokkrar umræður um ýmis hagsmunamál á svæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is