Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 09:01

Lögreglan á Vesturlandi glímir við alvarlegt fjársvelti

Í frumvarpi til fjárlaga 2013 sem liggur fyrir Alþingi á að auka fjárveitingar til lögregluembætta. Fjárheimildir Ríkislögreglustjóra verða auknar um 47,6 milljónir króna og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær 120,3 milljónum meira en á síðasta ári. Lögreglan á Suðunesjum fær aukningu um 36 milljónir og viðbótartryggingar lögreglumanna verða 64,7 milljónir sem er aukning um 33 milljónir frá fyrra ári. Skessuhorn hafði sambandi við yfirlögregluþjóna á Vesturlandi og spurði þá um stöðuna hjá lögregluembættunum á Vesturlandi. Engum vafa er undirorpið að fjárskortur er verulega farinn að há eðlilegri starfsemi lögregluembættanna á Vesturlandi. Lýsir það sér í fækkun lögreglumanna, óeðlilegu álagi þeirra sem eftir eru, gömlum og slitnum búnaði og litlu fyrirbyggjandi starfi lögreglu. kemur þetta skýrt fram í svörum þeirra þriggja yfirlögregluþjóna sem Skessuhorn ræddi við í liðinni viku.

Stefnir í fækkun lögreglumanna á Snæfellsnesi

Í fjárlögum er gert ráð fyrir að 121,3 milljónir króna fari í löggæslu hjá sýslumanni Snæfellinga, sem er aukning um 19,1 milljón króna frá fyrra ári. Þó er einungis gert ráð fyrir auknu framlagi til alls sýslumannsembættisins úr ríkissjóði um 5,2 milljónir. Tæplega 16 milljónir eru dregnar frá löggæslunni í sértekjur sem myndast fyrst og fremst vegna úrvinnslu frá hraðamyndavélum um landið, þannig að lögreglan á Snæfellsnesi fær eingöngu 105,4 milljónir til ráðstöfunar árið 2013, sem er í raun einungis aukning um 3,2 milljónir króna milli ára. Til stendur að fjölga hraðamyndavélum um landið og segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi að nauðsynlegt sé að fjölga starfsfólki í úrvinnslunni. Annars þurfi að grípa til magns- eða tímastýringar á vélunum til að takmarka fjölda mynda. Lögreglustjórinn á Snæfellsnesi hefur auglýst tvær stöður lögreglumanna með aðsetur í Ólafsvík til umsóknar. Ólafur segir þessar tvær stöður ekki vera auglýstar vegna aukinna fjárheimilda, heldur séu tveir lögregluþjónar að hætta og sá þriðji muni hætta á miðju ári vegna aldurs. Óvíst er hvort svigrúm sé í fjárheimildum til að ráða í meira en eina af þessum þremur stöðum sem losna á árinu, þó tvær hafi verið auglýstar. „Þá fyrst fer málið að verða alvarlegt. Það var ekki ráðið í tvær stöður af níu árið 2008 og því hefur þegar fækkað um þann fjölda. Við erum hægt og rólega búnir að naga af okkur inn að beini,“ segir Ólafur.

 

Sjá nánar umfjöllun um stöðu Lögregluembættanna á Vesturlandi í Jólablaði Skessuhorns sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is