Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 10:01

Snyrtistofa Guðrúnar hefur opnað á Akranesi

Guðrún Birna Kristófersdóttir opnaði Snyrtistofu Guðrúnar á Akranesi 30. nóvember síðastliðinn og er hún til húsa á efri hæðinni að Stillholti 23. Guðrún Birna er bæði snyrti- og förðunarfræðingur að mennt frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Förðunarskóla No name og hefur einnig sótt námskeið í augnháralengingum. Hjá henni vinnur frænka hennar Aldís Birna Róbertsdóttir förðunarfræðingur. Báðar eru þær ættaðar frá Akrakoti. Guðrún sem er 28 ára er mjög ánægð með að hafa opnað eigin snyrtistofu og segir að viðtökur hafi verið góðar. „Það er draumur og forréttindi að vinna við það sem maður hefur áhuga á og er búin að læra. Það er líka gott að ráða sér sjálf að miklu leyti,“ segir Guðrún.

Fjölbreyttar meðferðir í boði

Á Snyrtistofu Guðrúnar er boðið upp á ýmsa þjónustu. „Við bjóðum upp á fjölbreyttar andlistmeðferðir, förðun, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, vaxmeðferðir og augnaháralengingar. Slökunarnudd er annað sem við bjóðum upp á og Trimmform, sem vinnur upp vöðva og bætir húðina. Förðunarvörurnar sem við erum með heita Youngblood og eru mjög góðar vörur. Þær eru unnar úr náttúrulegum steinefnum og það eru engin paraben eða aukaefni í þeim. Steinefni eru náttúrleg sólarvörn og í þeim eru líka góð vítamín eins og E-vítamín. Þetta merki er það virt að það er notað á húðlækna- og lýtalæknastofum erlendis. Það má fara beint á sár og hentar vel á erfið húðvandamál. Merkið sem ég nota í andlitsmeðferðir og í söluvöru í kremum heitir Guinot og hefur verið notað lengi á snyrtistofum og er mjög tæknilegt og fjölbreytt merki bæði í andlitsmeðferðum og kremum. Guinot inniheldur ekki paraben né erfðabreytt innihaldsefni og eru ekki prófaðar á dýrum. Efnablöndur eru varðveittar án parabens og virk efni koma frá jurtum sem eru ekki erfðabreyttar. Þetta er fyrsta merkið sem kemur með rafmagnsmeðferðir inn í snyrtifræði,“ segir Guðrún.

 

Tækjabúnaður spilar hlutverk á snyrtistofunni. „Ég notast við tæki í andlitsmeðferðunum mínum sem gerir meðferðirnar virkari. Það er hægt að gera mjög fjölbreyttar meðferðir fyrir allar húðgerðir og svo býður tækið upp á andlitslyftingu án skurðaðgerðar þar sem vöðvar andlitsins eru þjálfaðir. Einnig eru flottar sérmeðferðir eins og ávaxtasýrumeðferð, ilmolíumeðferð og liftosome maskameðferð, sem eru einnig mjög virkar og góðar meðferðir. En umfram allt vill ég að viðskiptavinir mínir fari frá mér vel endurnærðir á líkama, sál og húð,“ segir Guðrún. Allt frá opnun snyrtistofunnar hefur Guðrún fengið góðar móttökur. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar sem ég hef fengið. Það er vel bókað og allt að verða fullt en ég mun reyna að finna lausnir fyrir alla. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf hjá okkur,“ segir Guðrún að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is