Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2012 10:01

Sundþjálfari af Akranesi nær frábærum árangri með danskt sundfólk

Sundaþjálfarinn Eyleifur Jóhannesson frá Akranesi, sem flutti til Danmerkur fyrir fimm árum, hefur náð frábærum árangri með sitt sundfólk, en hann þjálfar sund í Álaborg. Á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi náðu tveir af sundmönnunum sem Eyleifur þjálfar sérlega glæsilegum árangri, m.a. gullverðlaunum. Eyleifur var valinn aldursflokkaþjálfari ársins 2010, unglingaþjálfari ársins 2011 og 2012 fyrir störf sín með sundfólkið í Álaborg og þá sérstaklega fyrir vinnuna með Mie Nielsen, sem er í hópi efnilegasta og besta sundfólks í heiminum.

Eyleifur flutti til Álaborgar í ágúst 2007 með fjölskyldu sína til að taka við yfirþjálfarastöðunni hjá Aalborg Svømmeklub. Hann átti þá að baki góðan þjálfaraferil hjá sundfélaginu Ægi og þar áður Sundfélagi Akraness. Aalborg Svømmeklub er stærsta íþróttafélagið í Álaborg með um 2200 félagsmenn og 65 þjálfara í fullu- eða hlutastarfi. Eyleifur er yfir keppnisdeild félagsins þar sem eru um 220 sundmenn og 15 þjálfarar. „Ég þjálfa afrekshóp félagsins 25-30 tíma á viku og hef yfirumsjón með þjálfun í öðrum hópum, sé um alla skipulagningu hvað varðar æfingabúðir og keppnisferðir. Þar fyrir utan vinn ég með landsliðinu í þeim verkefnum sem mitt sundfólk hefur verið valið í,“ sagði Eyleifur þegar Skessuhorn hafði samband við hann.

 

Eyleifur segir árið 2012 hafa verið einstaklega árangursríkt fyrir Álaborgarfélagið. Er það í hópi þriggja bestu félaga í Danmörku og vann t.d. til flestra verðlauna á danska meistaramótinu. „Eftir gott sumar þar sem Mie Nielsen vann til gullverðlauna í 50m og 100m baksundi og brons í 200m skriðsundi á meistaramótinu, tók hún þátt í Ólympíuleiknum og synti til úrslita í 4x100 fjórsundi og 4x100 skriðsundi. Árið hefur svo endað á besta vegu. Fyrst vann Viktor Bromer til silfurverðlauna í 200m flugsundi á nýju dönskumeti á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í nóvember. Og svo núna vann Mie Nielsen til þrennra verðlauna á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Istanbul, gull í 4x100 fjórsundi á nýju Evrópumeti, silfur í 100m baksundi og brons í 4x100m skriðsundi. Mie bætti Norðurlandametið í 100m baksundi fjórum sinnum í nóvember og desember. Hún vann einnig til ferna verðlauna á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í fyrra, eitt gull, eitt silfur og tvö brons og var eftir mótið valin efnilegasti sundmaður Evrópu,“ segir Eyleifur Jóhannesson. Hann segist kunna ákaflega vel við sig í Álaborg og fjölskyldunni líði þar vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is