21. desember. 2012 11:53
Bylgjan stendur fyrir vali á manni ársins á Íslandi á vefnum www.visir.is Þar getur fólk gefið atkvæði sitt einum af tíu sem urðu efstir í tilnefningum. Meðal þeirra er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem einkum er þekktur hér á landi fyrir baráttu sína fyrir launafólk og afnámi verðtryggingarinnar. Þeir sem eru í kjöri eru eftirfarandi: Annie Mist Þórisdóttir afrekskona, Baltasar Kormákur leikstjóri, Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður, Guðni Bergsson lögmaður, Hinn almenni lögreglumaður, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir móðir, Jón Margeir Sverrisson sundmaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi.