Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2012 12:51

Árið 2011 var gott í sjávarútvegi

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út ritið Hagur veiða og vinnslu þar sem tekið er saman yfirlit yfir rekstur helstu greina sjávarútvegsins. Nýverið var ritið fyrir árið 2011 birt á vef Hagstofunnar og þar kemur fram kemur að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt, sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins, jókst á milli árana 2010 og 2011. Í fiskveiðum og vinnslu hækkaði hlutfallið úr 28,9% í 30,3%, án milliviðskipta. Í fiskveiðum lækkaði hlutfallið úr 26,6% árið 2010 í 26,4% árið 2011 en í fiskvinnslu hækkaði hlutfallið aftur á móti úr 16,1% í 19,1%. Hreinn hagnaður í sjávarútvegi var 22,6% árið 2011 samanborið við 19,8% árið áður. Verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum talið í íslenskum krónum hækkaði um 12,1%. Á sama tíma hækkaði verð á flotaolíu um heil 44% á milli ára. Veiðigjald útgerðarinnar hækkaði úr 2,3 milljörðum króna árið 2010 í 3,7 milljarða 2011.

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjávarútvegs í árslok 2011 rúmir 547 milljarðar króna, heildarskuldir rúmir 443 milljarðar og eigið fé tæpir 105 milljarðar. Á milli ára hækkaði verðmæti heildareigna um 8,9% frá 2010 og skuldir lækkuðu um 6,5%. Eignarfjárhlutfallið 2011 var 19,1% samanborið við 10,5% í árslok 2010. Í árslok 2008 var hlutfallið neikvætt um tæp 12%.

 

Í Hag veiða og vinnslu er farið lauslega yfir strandveiðar sumarið 2011 og kemur þar fram að alls tóku 559 bátar þátt í strandveiðum árið 2011 og veiddu þeir samtals um 7.400 tonn og var verðmæti aflans rúmir tveir milljarðar. Þar af veiddust um 5.900 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu, þúsund tonn af ufsa og hundrað tonn af karfa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is