Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2012 02:46

Vilhjálmur Birgisson er Vestlendingur ársins 2012

Líkt og undanfarin fjórtán ár gekkst Skessuhorn fyrir vali á Vestlendingi ársins, en verðlaunin falla í hlut þess íbúa á Vesturlandi sem þykir hafa skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Lesendur Skessuhorns sendu inn fjölmargar tillögur og voru samtals 24 einstaklingar tilnefndir að þessu sinni. Af þeim hlaut Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness langflestar tilnefningar og er hann því Vestlendingur ársins 2012. Vilhjálmur hefur á árinu vakið athygli landsmanna fyrir skörulega framgöngu í málefnum launafólks. Hann hefur ekki síst látið til sín taka í umræðunni um afnám núverandi forms verðtryggingar og um skuldamál heimilanna. Í þeim málum bar hæst á árinu að VLFA ásamt átta öðrum stéttarfélögum ákvað í haust að láta reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána. Í samtali við Skessuhorn sagði Vilhjálmur ástæður fyrir málshöfðuninni vera þær að íslensk stjórnvöld ætli ekki að leiðrétta þá stökkbreyttu hækkun sem var á verðtryggðum húsnæðislánum eftir hrunið, heldur hafi þau þvert á móti tekið ákvörðun um að slá skjaldborg um fjármálastofnanir, erlenda vogunarsjóði og aðra sem fjármagnið eiga.  

Vilhjálmur Birgisson hefur gegnt formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness frá nóvember 2003. Félagið hefur vaxið í formannstíð hans, félagsmönnum til að mynda fjölgað úr 1550 í rúmlega 3000 á níu árum.

 

Níu stigahæstu í valinu á Vestlendingi ársins:

 

Þeir sem hlutu þrjár tilnefningar eða fleiri, voru í stafrófsröð: Amelíu Rún Gunnlaugsdóttur í Grundarfirði fyrir björgunarafrek, Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld úr Borgarnesi og handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, Dagbjartur Arilíusson í Steðja fyrir frumkvöðlastarf að opnun bruggverksmiðju, Davíð Óli Axelsson formaður Lífsbjargar í Snæfellsbæ fyrir störf að björgunarmálum, Inga Björk Bjarnadóttir í Borgarnesi fyrir störf að málefnum fatlaðra, Ingólfur Árnason forstjóri Skagans á Akranesi fyrir útflutning íslensks hugvits og störf að atvinnumálum, Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi að Háafelli í Hvítársíðu fyrir störf að varðveislu íslenska geitastofnsins, Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA fyrir störf að hagsmunamálum launþega og Þorsteinn Þorsteinsson í Borgarnesi fyrir björgun fólks úr sjávarháska að kvöldi síðasta þjóðhátíðardags.

 

Ítarlega verður rætt við Vilhjálm Birgisson í Skessuhorni sem kemur út 3. janúar nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is