Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2012 08:15

Norðmenn ætla að hjálpa Íslendingum að verða ríkir

Norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe verður staddur hér á landi í næstu viku, dagana 3. og 4. janúar, í tengslum við undirritun sérleyfa fyrir rannsóknir og vinnslu olíu í íslenska hafsvæðinu við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro verður þátttakandi í báðum leyfunum. Mun Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra funda með norska kollega sínum í tengslum við heimsóknina og í framhaldinu undirrita þeir samning milli ríkjanna um olíuleit. Hér má segja að um tímamóta samning sé að ræða því þetta mun vera í fyrsta skipti sem Norðmenn aðstoða önnur ríki við olíuleit utan þeirra eigin lögsögu. Málið hefur af þeim sökum vakið talsverða athygli norskra fjölmiðla, en þarlendar fyrirsagnir hljóða í þessa veru: „Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki“ og: „Íslendingum hjálpað til að verða ríkir.“

 

 

 

 

Í norskum fjölmiðlum er samningnum lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu og leggja auk þess til sína færustu sérfræðinga við olíuleit frá ríkisolíufélaginu Petoro. Sveinung Sletten talsmaður Petoro segir á norsku vefsíðunni Offshore.no að Norðurslóðir kunni að geyma mestu ófundnu olíulindir jarðar. Þær séu hins vegar minna rannsakaðar en önnur olíusvæði og því sé óvissan mikil. Ekkert sé hægt að fullyrða um möguleg verðmæti meðan engar boranir hafi farið fram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is