Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2012 03:47

Björgunarsveitarmenn í Dölum koma bændum til aðstoðar

Stór hópur félaga í björgunarsveit-inni Ósk í Dölum hefur frá hádegi komið bændum og öðrum til aðstoðar en þök og þakplötur á útihúsum í Laxárdal hafa m.a. verið að losna. Komu björgunarsveitarmenn bændum í Gröf og á Spágilsstöðum til aðstoðar en þök á fjárhúsum voru farin að losna. Í Gröf var fjárhúsþak búið að lyftast í heilu lagi og tókst að fergja það niður og negla áður en illa færi. Á Spágilsstöðum voru þakplötur á fjárhúsum einnig farnar að losna. Í höfninni í Búðardal var einn bátur við bryggju og var hann byrjaður að slíta landfestar. Voru björgunarsveitarmenn nú á þriðja tímanum að tryggja festar bátsins. Að sögn Björns A Einarssonar fréttaritara Skessuhorns og björgunarsveitarmanns gengur á með kröppum vindhviðum í Dölum samhliða slyddu niðri í byggð. Fjallvegir í Dölum eru ófærir og tefur það starfsmenn Rarik við að komast á svæði sem eru án rafmagns, svo sem í Saurbæ. Rafmagn hefur ekki farið af í Búðardal og Laxárdal, en töluvert flökt verið á því undanfarna tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is