Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2012 07:43

Miklar annir hjá björgunarsveitum í dag

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa víða verið að störfum í dag. Mest hefur verið að gera í Húnavatnssýslum, norðanverðum Vestfjörðum, í Dölum og á Snæfellsnesi.  Meðal verkefna björgunarsveitanna á Snæfellsnesi var að tryggja innkeyrsluhurð á vatnsátöppunarverksmiðju í Rifi sem var við að gefa sig sökum vindálags. Einnig fauk þak af bílskúr á Hellissandi. Sleðamenn sveitanna úr Snæfellsbæ og Grundarfirði aðstoðuðu svo Rarik við að leita að bilun í raflínunni fyrir ofan Ólafsvík en talið er að hún liggi niðri á kafla. Fylgja þeir línunni til að finna bilunina en veður er mjög slæmt og skyggni lítið. Í Dalabyggð fóru björgunarsveitarmenn til aðstoðar bændum en þök voru farin að losna á útihúsum á tveimur bæjum í Laxárdal auk þess sem tryggja þurfti landfestar báts í höfninni í Búðardal.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is