Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2013 11:15

Gríðarlegt tjón á raflínumannvirkjum á Vesturlandi

Björn Sverrisson, deildarstjóri netreksturs Rarik á Vesturlandi hafði líkt og aðrir starfsmenn Rarik og Landsnets í nægu að snúast meðan illviðrið gekk yfir í árslok. Nú þegar veðrið hefur gengið niður taka við viðgerðir á dreifikerfinu sem er mikið laskað eftir ísingu og ofsarok. Björn segir að í Saurbæ í Dölum hafi 17 staurar brotnað, 13 á Fellsströndinni og einn á litlu línunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Í 66 kW stofnlínu Landsnets, sem liggur frá Vegamótum til Ólafsvíkur um Fróðárheiði, brotnuðu 67 staurar og 54 slár. Svo virðist sem mesta tjónið sé á raflínunni frá Þorgeirsfelli vestur yfir Hraunsmúla og um Bláfeldarhraun að Kálfárvöllum.  Mun það taka starfsmenn Landsnets um viku tíma að koma línunni í fyrra horf.

Áfram verða því keyrðar varaaflsvélar í Ólafsvík. Björn segir að til viðbótar þeim vararafstöðum sem voru til staðar hafi tvær til viðbótar í gámum verið fluttar til Ólafsvíkur, ein frá Grundarfirði og önnur frá Höfn í Hornafirði. Þessar rafstöðvar eru fyrir alla byggðina í utanverðum Snæfellsbæ, þ.e. Ólafsvík, Rif og Hellissand. Þar hefur þurft að spara rafmagn og verður áfram næstu daga. Götulýsingin var slökkt á löngum köflum og gengið var í hús og fólk beðið að taka ljósaskreytingar úr sambandi og mælst til að áramótasteikin yrði steikt á útigrillinu til að forðast yfirálag. Einnig hefur rafmagnsleysið valdið einhverjum truflunum í rekstri í fiskvinnsluhúsunum á svæðinu.

 

Björn Sverrisson segir að bráðabirgðaviðgerð hafi verið gerð á staurum í Saurbæ í Dölum og bilun sé enn í Svínadal. Þá er ólokið viðgerð við Melasveitarlínu í Borgarfirði. Loks er bilun í Kambskarðslínu sem liggur yfir Kamb frá golfskálanum við Fróðá. „Það eru ýmsar eftirhreytur sem eftir á að laga og mun það taka nokkra daga,“ sagði Björn í morgun í samtali við Skessuhorn.

 

Margrét Björk Björnsdóttir í Böðvarsholti segir stóra viðgerðaflokka vera að störfum í Staðarsveitinni og verði þeir að minnsta kosti næstu viku að koma raflínum í samt lag á ný. Gistirými er jafnvel upp bókað á sumum stöðum. „Á Hótel Búðum er fullbókað af þreyttum viðgerðarmönnum sem fengu ekki einu sinni að fara heim til sín um áramótin. Einhverjir hafa líka haldið til í Langaholti og sjálfsagt víðar. Síðan hafa bændur og vélaeigendur af svæðinu verið kallaðir til aðstoðar enda er tjónið mikið,“ segir Margrét Björk.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is