Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2013 11:01

Vilhjálmur Birgisson í viðtali í Skessuhorni í dag

Eins og Skessuhorn greindi frá 27. desember sl. þá var Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélag Akraness útnefndur Vestlendingur ársins af lesendum blaðsins. Skessuhorn gengst fyrir vali á Vestlendingi ársins ár hvert, en verðlaunin falla í hlut þess íbúa á Vesturlandi sem þykir hafa skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Lesendur Skessuhorns sendu inn fjölmargar tillögur og voru samtals 24 einstaklingar tilnefndir að þessu sinni. Vilhjálmur hefur á árinu vakið athygli landsmanna fyrir skörulega framgöngu í málefnum launafólks. Hann hefur ekki síst látið til sín taka í umræðunni um afnám núverandi forms verðtryggingar og um skuldamál heimilanna. Í þeim málum bar hæst á árinu að VLFA ásamt átta öðrum stéttarfélögum ákvað í haust að láta reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána.

Reynsla af verkamannastörfum hjálpa

Vilhjálmur Birgisson er fæddur og uppalinn Akurnesingur. „Ég er fæddur 5. ágúst 1965, er giftur og á fjögur börn og fjögur barnabörn. Alla tíð hef ég starfað sem verkamaður. Ég starfaði á Akranesi á smábátum, við beitningu, vann í frystihúsi og að auki var ég á ísfiskstogurum. Síðan vann ég sem háseti á Akraborginni alveg þar til henni var lagt árið 1998 samhliða því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð. Af sjónum fór ég til Spalar í gjaldskýlið við göngin og var þar frá 1998 til 2003,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að reynsla sín sem verkamaður á almennum vinnumarkaði hafi hjálpað sér mikið í núverandi starfi. „Ég veit hvað það er að vinna á þeim kjörum sem maður er sífellt að berjast fyrir að hækka og það hjálpar manni við samningaborðið. Maður getur hreinlega vegið og metið þau laun sem verið er að semja um og gert sér betur grein fyrir hvort þau séu ásættanleg eða ekki,“ bætir hann við.

 

Alltaf látið sína rödd heyrast

Sem starfsmaður í gjaldskýli Spalar hóf Vilhjálmur að taka þátt í verkalýðsmálum. „Þannig kom ég inn í stéttarfélagsbaráttuna, gegnum gjaldskýlið. Þetta var þannig að gerður var kjarasamningur við starfsmenn í gjaldskýlinu sem ég var afar óhress með. Ég gagnrýndi samninginn við þann sem gegndi formennskunni í VLFA á undan mér og í framhaldinu var ég kosinn í trúnaðarráð félagsins. Þar fór í raun boltinn að rúlla,“ segir Vilhjálmur sem kveðst ætíð hafa haft sterkar skoðanir á málefnum launþega. „Ég hef alltaf verið svona pólitískur eins og sagt er, að minnsta kosti hafði ég fylgst mikið með verkalýðspólitík og pólitík almennt áður en ég tók við formennsku í VLFA. Ég hef sem sagt alla tíð látið rödd mína heyrast ef þannig má að orði komast.“

 

 

Sjá nánar viðtal við Vilhjálm Birgisson, Vestlending ársins, í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is