Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2013 09:01

Flugeldasýning úr Brákarey í stað Seleyrarbrennu

Haldið verður upp á þrettándann í Borgarnesi með öðru sniði í ár en verið hefur undanfarin þrjátíu ár. Í stað hefðbundinnar brennu á Seleyri sunnan við Borgarnes verður efnt til flugeldasýningar þar sem skotið verður úr Brákarey en fólki bent á að fylgjast með úr Englendingavík. Það eru Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi og Borgarbyggð sem standa að þrettándagleðinni. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra eru íbúar og aðrir gestir hvattir til að koma saman í Englendingavík þar sem best er hægt að fylgjast með flugeldasýningunni. Hún mun hefjast stundvíslega klukkan 18:00 en frá kl. 17:30 verður boðið upp á létta tónlist í flutningi þeirra Orra Sveins Jónssonar og Halldórs Hólm Kristjánssonar í víkinni. Björgunarsveitin Brák hyggst varða leiðina að Englendingavík frá Brákarbraut með tunnueldi til að skapa smá brennustemningu.

Í samtali við Skessuhorn sagði Pétur B. Guðmundsson formaður Brákar að stefnt sé að koma tunnunum fyrir á gönguleiðinni frá Landnámssetrinu að víkinni. Pétur sagði að hugmyndin að þrettándagleðinni í ár hafi kviknað á skotstjórnarnámskeiði björgunarsveitarinnar sem haldið var í Brákarey. Þar var flugeldum skotið upp og þótti það takast vel til. Þar að auki hafi kostnaður við brennu aukist verulega undanfarin ár og því sé hér um hálfgert tilraunaverkefni að ræða, sem Pétur vonast til að íbúar taki vel í. Pétur lofaði að sjálfsögðu flottri flugeldasýningu, enda vanir skotmenn Brákar sem munu sjá um hana.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is