Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2013 12:01

Ný þjónustustöð N1 opnuð í Borgarnesi um miðjan maí

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var Hyrnunni í Borgarnesi lokað í byrjun desember og hætti Samkaup um leið rekstri í húsinu. Bensínafgreiðsla og olíuverslun N1 verður þó opin meðan framkvæmdir standa yfir við breytingar á húsinu en þær verða miklar frá því sem menn þekkja. Hyrnan var allt frá opnun stöðvarinnar árið 1991 einn af stærstu viðkomustöðum ferðafólks við hringveginn og mikið notuð af heimafólki. Ýmsir hafa haft á orði að sökum mikilla viðskipta hafi Hyrnan í raun verið andlit héraðsins, fyrsti viðkomustaður fólks á leið um landshlutann. Því væri mikilvægt að þar væri veitt góð þjónusta í snyrtilegu umhverfi. Forsvarsmenn N1 ákváðu fyrir nokkru að endurnýja ekki samninginn við Samkaup um rekstur í Hyrnunni en gera þess í stað róttækar breytingar á húsinu.

Ómar Jóhannsson er rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 og ræddi blaðamaður við hann um þær breytingar sem framundan eru. Stefnt að opnun nýrrar þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi um miðjan maí en hætt verður að kalla húsið og starfsemi í því Hyrnuna samkvæmt núverandi tillögum forsvarsmanna N1, en þess í stað opnaður veitingastaður undir merkjum Nestis og N1.

 

Sjá nánar umfjöllun og myndir um hönnun nýrrar þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is