Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2013 01:01

Óveður gekk yfir vestan- og norðanvert landið í lok árs

Segja má að árið hafi kvatt með hvelli í veðurfarslegu tilliti. Djúp lægð gekk yfir landið 28. desember í kjölfar mikillar snjókomu fyrst á Vestfjörðum og síðar um norðanvert landið. Næstu þrjá daga snjóaði samhliða miklu hvassviðri. Segja má að veðurhamurinn hafi verið verstur norðan Borgarbyggðar, um Snæfellsnes, Dali, Vestfirði og allt Norðurland. Rækilega var varað við veðrinu og segja má að veðurspár hafi í öllum meginatriðum gengið eftir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gaf út óvenjulega víðtæka viðvörun þar sem hættustigi var lýst yfir allt frá Selfossi, Reykjanesi, norður og austur um og að Tjörnesi. Búist var við miklu óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt var þegar óveðrið skall á.

Við þessar aðstæður mátti einnig búast við ísingu á raflínum, sagði í tilkynningu frá almannavörnum, og gekk það svo sannarlega eftir. Fyrst var óvissuástandi lýst yfir á Vestfjörðum öllum fimmtudaginn 27. desember vegna snjóflóðahættu. Í framhaldi af því var hættuástandi vegna snjóflóðahættu lýst yfir víðar á Vestfjörðum auk þess sem nokkrir bæir þar voru rýmdir. Óvissuástandi vegna snjóflóðahættu var lýst yfir á Mið-Norðurlandi daginn eftir.

 

Sjá nánar umfjöllun um óveðrið sem geisaði á landinu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is