Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2013 01:01

Hársnyrting Dagnýjar opnuð í Borgarnesi

Dagný Pétursdóttir hárgreiðslukona í Borgarnesi opnaði nýja stofu í lok nóvember. Stofan ber heitið Hársnyrting Dagnýjar og er til húsa á neðri hæð heimils hennar að Kvíaholti 27 í efri hluta Borgarness. Dagný var áður með hárgreiðslustofu að Mávakletti í Borgarnesi en að auki hefur hún unnið á öðrum hárgreiðslustofum í bænum. Hjá Dagnýju er boðið upp á almenna hárgreiðsluþjónustu og þá selur hún hárvörur frá Tigi, D:Fi og Kevin Murphy. Á stofunni hefur Dagný látið innrétta sérstakt leikherbergi fyrir börn og því geta foreldrar átt auðveldara um vik að komast í klippingu. Ekki eru sérstakir opnunartímar hjá Dagnýju en þar er opið samkvæmt samkomulagi við viðskiptavini og kveðst hún sveigjanleg þegar kemur að tímapöntunum.

 

 

 

Þegar blaðamaður Skessuhorn leit við hjá Dagnýju rak hann augun í nýstárlegan afgreiðslukassa sem var einungis iPad spjaldtölva. Dagný sagði að í spjaldtölvunni væri forrit sem hefði sömu eiginleika og hefðbundin sjóðsvél, en þægindin fælust í því að bókhald væri mun auðveldara. Þessi lausn væri að færast í vöxt hjá mörgum í verslun og þjónustu og spari sem dæmi pappírsnotkun til muna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is