Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2013 02:01

Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

Fimmtudaginn 20. desember sl. fór fram brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi við athöfn á sal skólans. Alls voru 49 nemendur brautskráðir, 27 karlar og 22 konur. Á athöfninnni var m.a. veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Guðrún Valdís Jónsdóttir fékk þar verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Guðrún verður tvítug á þessu ári en hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Einnig var Guðrúnu veitt viðurkenning fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, íslensku og sögu, íþróttum, raungreinum og stærðfræði. Í samtali við Skessuhorn sagðist Guðrún þakka samviskusemi, vandvirkni og góðu skipulagi námsárangur sinn. „Síðan má ekki gleyma góðu kennurunum mínum í Brekkubæjarskóla, sérstaklega Siggu Skúla,“ segir Guðrún.

Skólagangan innan FVA segir hún að hafi verið frábær og ótrúlega fljót að líða. „Ég kynntist mörgu góðu fólki og eignaðist frábæra vini. Að hafa góðan framhaldsskóla í heimabyggð er ómetanlegt og að það taki um fimm mínútur að ganga þangað er enn betra,“ bætir hún við.

 

Nánar er fjallað um brautskráningu hjá FVA í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is