Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2013 02:50

Ungur Grundfirðingur átti þátt í að yfirbuga flugdólg

Eins og fram kom í fréttum í lok vikunnar lenti áhöfn og farþegar í flugvél Icelandair frá Keflavík til New York í óskemmtilegu atviki síðastliðinn fimmtudag. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafði innbirgt ótæpilegt magn af áfengi og tók þá að láta ófriðlega og hafði meðal annars frammi ógnandi tilburði við áhöfn og aðra flugfarþega. Á endanum var ákveðið að yfirbuga manninn og binda hann niður það sem eftir lifði ferðar til New York. Sá sem yfirbugaði flugdólginn er ungur Grundfirðingur, Przemyslaw Andri Þórðarson að nafni, en hann hefur leikið knattspyrnu með liði Grundarfjarðar. Hann var ásamt Evu Kristínu Kristjánsdóttur eiginkonu sinni á leið til New York þar sem þau dvelja nú.

 

 

 

 

Af flugdólginum er það að frétta að hann var í fyrstu lagður inn á sjúkrahús í Queens þaðan sem hann var útskrifaður í gær. Mikið hefur verið fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum. Greinir The New York Post frá því í dag að ættingjar mannsins séu miður sín vegna hegðunar hans, telji þetta afar ólíkt atferli hans fram að þessu, jafnvel þótt honum hafi þótt sopinn góður. Ekki hafði verið lögð fram kæra á hendur manninum, þegar þetta er skrifað, en við því að búast þar sem slíkt framferði er einatt litið alvarlegum augum af hálfu flugfélaga og flugmálayfirvalda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is