Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2013 08:08

Inga Elín Cryer er Íþróttamaður Akraness 2012

Sundkonan Inga Elín Cryer var í kvöld kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2012. Önnur í kjörinu varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni en í þriðja sæti varð hestaíþróttamaður ársins; Jakob Svavar Sigurðsson. Inga Elín átti mjög gott sundár og vann til margra verðlauna bæði á alþjóðlegum vettvangi og hér heima. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari auk þess sem hún setti nokkur Íslandsmet á árinu. Hún var í landsliði Íslands á Sundmóti smáþjóða sem haldnir voru í Andorra í sumar en þar sigraði hún í þrem greinum. Í lok árs á Inga Elín 4 Íslandsmet í kvennaflokki og 4 Íslandsmet með landssveitum Íslands í boðsundi, 2 Íslandsmet í stúlknaflokki auk 25 Akranesmeta í öllum flokkum, þar af 12 Akranesmet í kvennaflokki. Inga Elín æfir mikið allt árið um kring. Hún setur sér skýr markmið og leggur mikið á sig til að ná þeim. 

Valdís Þóra er Íslandsmeistari kvenna í höggleik. Hún er Akranesmeistari kvenna í golfi og var með besta skor af öllum keppendum í meistaramóti GL. Valdís Þóra spilar fyrir Texas State háskólann í Bandaríkjunum og hefur þar náð frábærum árangri. Hún var valin kylfingur vikunnar í Golfweek í USA en hún er fyrst íslenskra kylfinga til að hljóta þann heiður.

 

Jakob Svavar er keppnisknapi í fremstu röð sem lætur til sín taka í öllum greinum hestaíþróttarinnar. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari nú í sumar bæði í fimmgangi og í slaktaumatölti þar hann sigraði með yfirburðum. Jakob keppti í Meistaradeild VÍS þar sem hann lenti í 2. sæti. Á sérlegri uppskeruhátíð hestamanna var hann valinn íþróttaknapi ársins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is