Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2013 09:37

Snæfellskonur lágu fyrir Val heima

Eitthvað virtist jólasteikin sitja ennþá í Snæfellskonum þegar Valsstúlkur komu í heimsókn í Hólminn til leiks í Dominosdeildinni sl. laugardag. Heimastúlkur náðu sér ekki á strik og töpuðu 64:81. Óstuð var á toppliðunum í deildinni í þessari fyrstu umferð á nýju ári, en Keflvíkingar og KR-ingar töpuðu einnig sínum leikjum. Snæfell var í öðru sæti í deildinni yfir hátíðarnar með 22 stig og Valur í því fjórða með 14 stig. Valsstúlkur komu hungraðar í leikinn og komust í 11:4 með góðum tilþrifum í sókn og pressuvörn. Staðan eftir fyrsta hluta var 14:24 fyrir gestunum. Valur hafði áfram frumkvæðið í leiknum, þrátt fyrir að leikur heimastúlkna braggaðist. Staðan í hálfleik var 38:32 fyrir Val.

Snæfellsstúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu að jafna 40:40. Það dugði skammt því Valsstúlkur svöruðu að bragði og skoruðu næstu ellefu stig. Áfram héldu gestirnir og fyrr en varði voru ferskar Valsstúlkur komnar 20 stigum yfir 54:74, munaði þar mestu um 18 stig og 19 fráköst í leiknum frá Jaleesa Butler. Valsstúlkur lönduðu síðan sigrinum af öryggi, lokatölur eins og áður segir 81:64.

 

Alda Leif Jónsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir báru af í liði Snæfells en liðsheildina vantaði, sérstaklega varnarlega. Hildur Björg var stigahæst með 22 og 12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 14/4 frák/4 stoðs., Kieraah Marlow 12/10 frák., Helga Hördís 5/7 frák., Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðs. og þær Silja Katrín Davíðsdóttir, Rósa Indriðadóttir og Berglins Gunnarsdóttir tvö stig hvor. Næsti leikur Snæfellskvenna í Dominosdeildinni verður í Grafarvoginum gegn Fjölni næstkomandi miðvikudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is