Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2013 12:01

Briddshátíð Vesturlands fór fram á Hótel Hamri

Briddshátíð Vesturlands var haldin um helgina en að þessu sinni var spilað á Hótel Hamri við Borgarnes þar sem salur Hótels Borgarness reyndist upptekinn á laugardaginn. Fyrri mótsdaginn var spiluð sveitakeppni með þátttöku 29 sveita. Spilaðar voru sjö umferðir með átta spila leikjum eftir Monrad kerfi. Í gær var svo tímenningur, spilaðar ellefu umferðir með fjórum spilum á milli para, einnig eftir Monrad fyrirkomulagi. Að vanda var mótið vel sótt af sterku spilafólki víða af landinu. Heimamenn voru gestrisnir og blönduðu sér ekki í toppbaráttuna. Þá má segja að heimamenn hefðu getað verið fjölmennari sérstaklega á sunnudeginum, ekki síst til að öðlast spilareynslu á sterku móti sem þessu.

 

 

 

Úrslit í sveitakeppninni urðu þau að sveit Chile bar sigur úr býtum með 147 stig. Hana skipuðu bræðurnir Björgvin Már og Sverrir Kristinssynir ásamt Stefáni Jóhannssyni og Kjartani Ásmundssyni. Í öðru sæti urðu Meistarinn og strumparnir með 140 stig. Í þriðja sæti varð Lögfræðistofa Íslands með 125 stig en fjórðu, með jafn mörg stig, sveitin Sunnlendingar. Í fimmta sæti varð sveit Grant Thornton með 120 stig.

 

Í tvímenningi tóku 23 pör þátt. Voru það landsliðsmennirnir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson sem báru sigur úr býtum með 550,2 stig. Í öðru sæti urðu Gunnlaugur Sævarsson og Karl G Karlsson með 529,7 stig, þriðju Björn Ágúst Sveinsson og Björgvin Már Kristinsson með 492,5 stig, fjórðu Höskuldur Gunnarsson og Björn Snorrason með 478,5 stig og fimmtu Gabríel Gíslason og Runólfur Þór Jónsson með 477 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is