Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2013 02:01

Stórsigur Snæfellinga í Njarðvík

Snæfellingar byrjuðu nýja árið vel í Dominosdeildinni í körfubolta. Þeir gjörsigruðu Njarðvíkinga í ljónagryfjunni syðra sl. föstudagskvöld 104:70. Með sigrinum er Snæfell áfram í hópi efstu liða, í öðru sæti með jafnmörg stig og Stjarnan og Þór Þorlákshöfn en tveimur stigum minna en Grindvíkingar sem eru á toppnum. Gestirnir byrjuðu leikinn mjög vel og skoruðu tólf stig áður en heimamenn komust á blað. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24:16 fyrir Snæfelli. Heimamenn reyndu að hanga í gestunum í öðrum leikhluta, en höfðu hreinlega ekkert svar við leik Snæfellinga sem voru mun sterkari. Sextán sigum munaði á liðunum í hálfleik, en þá var staðan 53:37 fyrir Snæfell.

Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og tókst að minnka muninn niður í átta stig 53:45. Þá tóku Hólmarar við sér og settu þrjá þrista á skömmum tíma, þ.á.m. komu tveir frá Pálma Frey Sigurgeirssyni. Asim McQueen kom Snæfellingum svo í 22 stiga forystu 75:53 þegar um tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum og Snæfell með algjört vald á leiknum, en staðan var 81:58 eftir þriðja leikhluta. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn á lokafjórðungunum þegar bandarísku leikmennirnir í liðinu fengu báðir tæknivillu fyrir að mótmæla dómara. Ekki þurfti að úrslitunum að spyrja úr því og því öruggur Snæfellssigur í höfn, eins og áður segir 104:70.

 

Hjá Snæfelli var Asim MCQueen stigahæstur með 29, Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 24, Jón Ólafur Jónsson skoraði 14, Jay Threatt 10, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 5, Stefán Karel Ólafsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 4 og þeir Ólafur Torfason og Jóhann Kristófer Sævarsson 3 stig hvor. Hjá Njarðvík var Ágúst Orrason stigahæstur með 19 stig.

Næsti leikur Snæfells í Dominsdeildinni verður gegn ÍR í Seljaskóla á mánudag eftir viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is