Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2013 09:17

Átta gefa kost á sér í forval VG - Jón Bjarnason ekki í þeim hópi

Jón Bjarnason oddviti VG í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista flokksins í kjördæminu vegna komandi Alþingiskosninga. Jón hefur setið á Alþingi fyrir VG frá stofnun, fyrst sem þingmaður Norðurlands vestra og frá 2003 sem þingmaður Norðvesturkjördæmis. Á kjörtímabilinu gegndi hann m.a. stöðu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Frestur til að skila inn þátttöku í forvali VG rann út í gærkvöldi og gáfu átta frambjóðendur kost á sér. Þeir eru í stafrófsröð: Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarnesi í 5.-6. sæti, Lárus Ástmar Hannesson í Stykkishólmi í 2. sæti, Lilja Rafney Magnúsdóttir Súgandafirði í 1. sæti, Matthías Sævar Lýðsson Húsavík á Ströndum í 3.-4. sæti, Ragnar Frank Kristjánsson á Hvanneyri í 3.-6. sæti, Reynir Eyvindarsson á Akranesi í 3.-6. sæti, Trausti Sveinsson á Bjarnargili í Fljótum í 1.-6. sæti og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði í 3.-6. sæti.

Mun berjast fyrir sínum grunngildum

Vissulega vekur það athygli nú að Jón Bjarnason hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann segist í yfirlýsingu hafa orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn sinn og því hvernig forysta hans hefur haldið á málum á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið mér vonbrigði hvernig haldið hefur verið á mörgum stefnumálum VG síðustu misseri og vikið frá þeim gildum sem hann var stofnaður um. Afstaða mín og skoðanir í þeim málum eru öllum kunnar. Ég nefni hér umsóknina um aðild að ESB þvert á grunnstefnu flokksins og gefin kosningaloforð, niðurskurð til velferðarmála, ásamt því hvernig hert hefur verið með margvíslegum hætti að íbúum á landsbyggðinni,“ segir Jón. Hann mun þó áfram berjast fyrir sínum baráttumálum þó hann bjóði sig ekki fram nú. „Þótt ég hafi nú ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs fyrir VG við næstu alþingiskosningar mun ég áfram leggja mitt af mörkum og berjast fyrir þær hugsjónir og grunngildi sem ég hef verið talsmaður fyrir og starfað eftir,“ segir Jón Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is