Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 08:01

Vantar faglært fólk í vinnu

Í dag vinna um 70 starfsmenn hjá Límtré Vírneti, þar af um 50 á starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi. Starfsmönnum hefur því fjölgað aðeins frá endurskipulagningu þess í árslok 2010 en þá voru um 63 stöðugildi í fyrirtækinu. „Stærsta vandamálið hjá okkur varðandi starfsmannamálin er ekki verkefnaskortur, heldur að erfitt reynist að fá faglært iðnaðarfólk til vinnu, sérstaklega blikksmiði og vélvirkja," segir Stefán Logi Haraldssson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta er orðið einkennandi fyrir Borgarfjörðinn. Ég vil meina að þetta helgist m.a. af því að lítil sem engin sókn hefur verið í iðnám á þessum sviðum undanfarin ár. Að hluta til er þetta vegna þess að það hefur verið hálfgerð akademísk yfirhönd í námsframboði á undanförnum árum í landinu. Það hefur hreinlega ekki þótt nógu aðlaðandi að fara í iðngreinar hvort sem það er bifvélavirkjun, pípulagnir eða múrverk," bætir hann við.

"Það vantar í allar þessar stéttir og því þarf að efla nám og hvetja fólk til að sækja sér þessa menntun áfram. Við og önnur fyrirtæki í greininni þurfum á iðnlærðu fólki að halda í framtíðinni og því er mikilvægt að þetta eflist. Að auki skiptir þetta máli ef fyrirtæki eins og Límtré Vírnet ætlar að ráðast í nýsköpun á vissum sviðum,“ segir Stefán.

 

Nánar er rætt við Stefán Loga Haraldsson og G. Arnar Sigurðsson hjá Límtré Vírnet um stöðuna á byggingamarkaðnum í dag í Skessuhorni sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is