Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 09:26

„Árátta hjá mér að vera með eitthvað í höndunum“

Sumir listamenn koma seint fram á sjónarsviðið, en þá má segja að sannist það fornkveðna að betra sé seint en aldrei. Næstkomandi laugardag, 12. janúar, verður opnuð í Safnaskálanum á Akranesi sýning með verkum Sigrúnar Níelsdóttur 85 ára húsmóður í bænum. Sigrún er í hópi fjölmargra húsmæðra og barnauppalenda í landinu sem varla hefur fallið verk úr hendi um ævina. Auk þess að eignast átta börn og halda stórt heimili byrjaði hún ung að fást við listsköpun og handverk. Á sýningunni í Safnaskálanum verða 56 verk til sýnis, myndverk og munir. Þeir elstu eru útsaumaðir dúkar frá því Sigrún var sex og sjö ára gömul. Blaðamaður tók hús á Sigrúnu á Grenigrund þar sem hún býr með eiginmanni sínum.

Ílentust á Seyðisfirði á leið vestur um haf

Sigrún fæddist og ólst upp á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru báðir að norðan, úr Húnavatnssýslu og Skagafirði, Níels Sigurbjörn Jónsson og Ingiríður Ósk Hjálmarsdóttir. Þau voru meðal margra sem ætluðu að flytja til Vesturheims og voru komin austur í tíma til að fara með haustskipinu vestur um haf. Biðina nýtti Níels Sigurbjörn til að vinna við húsa- og bryggjusmíði hjá Ottó Vathne og Imsland, sem byggðu upp útgerð og verslun á Seyðisfirði. Löng bið var eftir haustskipinu, sem aldrei kom þetta haustið. Það varð til þess að fjölskyldan að norðan ílentist á Seyðisfirði, nánar tiltekið á Vestdalseyrinni, þar sem bæði Sigrún og Bragi bróðir hennar fæddust, en Bragi var lengi læknir á Akranesi og býr þar enn. Einnig eru systkini Sigrúnar Hjálmar Jóhann og Rós.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is