Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 10:01

Er að stórum hluta Borgfirðingur

Jón Finnsson í Borgarnesi hefur fengist við ýmis störf um dagana, lengst af sem starfsmaður Mjólkursamlags Borgfirðinga í Borgarnesi. Hann er mjólkurfræðingur að mennt og nam þá iðju í Danmörku eins og langflestir slíkir fræðingar á Íslandi. Jón er fæddur og uppalinn Reykvíkingur en er samkvæmt ættfræðinni að þremur fjórðu Borgfirðingur. Hann þykir ágætis harmonikkuleikari og einnig lunkinn garðyrkjumaður. Skessuhorn heimsótti Jón í liðinni viku og ræddi við hann um störf sín í mjólkurvinnslu, tankvæðinguna til sveita, skógræktarstörf og sitthvað fleira sem á daga hans hefur drifið.

Hálf öld frá námsbyrjun

Að sögn Jóns þá réði tilviljun því af hverju hann hóf að læra mjólkurfræði. „Í gamla daga, eins og sagt er, þá var ekki um margt að ræða með menntun. Í raun réði það úrslitum um 15 ára aldur hvort maður fór í landspróf eða ekki. Tæki maður prófið þá lá leiðin í menntaskóla og síðar háskóla. Ef ekki þá skyldi maður annað hvort gerast iðnaðarmaður eða bara að fara vinna sem verkamaður. Ég tók stefnuna á iðnaðarmanninn og komst inn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Ég veit ekki almennilega í dag af hverju ég varð mjólkurfræðingur á endanum en ég man þó að ég var búinn að hugsa mér allt annað starf t.d. að komast á sjóinn,“ segir Jón. „Ég hóf störf hjá MS árið 1963 og því verða í vor rúm fimmtíu ár síðan ég fór á samning til að læra að verða mjólkurfræðingur. Fyrsta hálfa árið vann ég í samsölunni við Laugarveg í Reykjavík og lærði til verka en var síðan sendur í hálft ár í Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgarnesi í ársbyrjun 1964. Það verða því viss tímamót hjá mér í vor.“

 

Rætt er við Jón Finnsson mjólkufræðing í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is