Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 12:01

Phönix fannst eftir 130 ár á hafsbotni

Í janúar 1881 strandaði gufuskipið Phönix á skeri í Faxaflóa í aftakaveðri og sökk í framhaldinu, nánar tiltekið utan við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Veturinn 1880 - 1881 var slæmur með eindæmum. Frá áramótum að páskum linnti vart stórhríð, frosti, ísalögum og ísreki og var það tímabil kallað Þorrabylurinn. Í ritgerð eftir Ludvig C. Magnússon sem birtist í Vísi í mars 1936 og fjallar ítarlega um strand Phönix, segir að frostmælar hafi víða um landið sprungið vegna frostsins. „Freri sjórinn umhverfis landið, svo að ríða mátti um alla fjörðu og flóa. Faxaflóa lagði langt út fyrir eyjar og var gengið af Akranesi til Reykjavíkur. Þá var gengið yfir Hvammsfjörð og út í Stykkishólm, úr Reykjanesi upp á Skógarströnd, og á land úr Flatey á Breiðafirði.“

Phönix var í póstflutningaferð til Íslands frá Danmörku, svokallaðri miðsvetrarferð. Skipið var smíðað í Skotlandi árið 1861 og var gufu seglskip með tveimur möstrum. Það var 60 metra langt, sjö metra breitt og byrðingur þess úr stáli. Skipið var í eigu Sameinaða gufuskipafélagsins, DFDS í Danmörku. Árið áður en skipið sökk flutti það lík Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar konu hans til Íslands frá Danmörku. Ekki er mikið vitað um farm skipsins í þessari örlagaferð en vitað er til að marmaraplata sem átti að setja á leiði Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds hafi verið um borð og vonir eru bundnar við fund hennar.

 

Sjá nánari umfjöllun um póstskipið Phönix í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is