Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 02:01

Lýsa yfir þungum áhyggjum yfir frávísunar kærunefndar jafnréttismála

Stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda (SMG) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum yfir frávísun kærunefndar jafnréttismála um skráningu umgengnisforeldra í þjóðskrá. Nefndin vísaði frá máli Gunnars Kristins Þórðarsonar, formanns SMG, gegn Þjóðskrá en Gunnar sótti um að vera skráður sem umgengnisforeldri í þjóðskrá. Þjóðskrá hafnaði umsókn Gunnars og í kjölfarið kærði SMG synjunina fyrir hönd Gunnars til kærunefndar jafnréttismála. SMG telur að kærunefnd jafnréttismála hafi með frávísuninni gengið í berhögg við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem kærunefnd á að starfa samkvæmt og verja í úrskurðum sínum. „Markmið ofangreindra jafnréttislaga er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnun tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Verkefni kærunefndar, skv. lögum þessum, er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga þessara hafi verið brotin.“

 

 

 

SMG telur ljóst að um gríðarlega brýnt jafnréttismál er um að ræða. „Það er álit SMG að kærunefnd jafnréttismála sé sjálf að brjóta umrædd jafnréttislög með því að vísa málinu frá og þar með komast hjá því að taka afstöðu í þessu brýna jafnréttismáli. Til að bæta gráu ofan á svart færir hún ekki rök fyrir frávísuninni og þegar SMG biðja um frekari rökstuðning er beiðninni hafnað. Það er illt í efni þegar félagasamtök sem vinna að mannréttindum og njóta ekki ríkisstyrkja geta ekki reitt sig á opinbert úrskurðarvald sem hefur það eina hlutverk að skera úr málum sem þessum.“

 

SMG vilja fara þess á leit við stjórnvöld og Alþingi að þau tryggi að kærunefnd jafnréttismála sinni lögboðnum skyldum sínum í starfi. Þá hefur frávísun kærunefndar jafnréttismála hefur verið kærð til Umboðsmanns Alþingis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is