Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2013 09:10

Heilsuvika framundan í Stykkishólmi

Vikuna 14. til 20. janúar nk. fer fram heilsuvika í Stykkishólmi undir nafninu „Heilbrigð sál í hraustum líkama.“ Margir aðilar, stofnanir og fyrirtæki í bænum, koma að verkefninu sem snýr að því að kynna heilsusamlegra líferni og þjónustu því tengda í Stykkishólmi. Það eru einkaþjálfararnir Steinunn Helgadóttir og Aþena Eydís Kolbeinsdóttir sem standa að verkefninu. „Steinunn fékk þessa hugmynd og spurði mig hvort ég vildi hjálpa henni við þetta og er það búið að vera mjög gaman,“ segir Aþena. Steinunn segir þessa hugmynd alls staðar hafa verið mætt með jákvæðum hug. „Þegar ég fór til Gyðu bæjarstjóra fyrst var hún svakalega jákvæð og Lárus forseti bæjarstjórnar líka. Við erum búnar að vera fullar sjálfstrausts eftir það, því þau voru svo jákvæð við okkur,“ bætir hún við. Allt sem viðkemur heilsu, líkama og sál verður tekið fyrir í þessari viku og allt sem í boði er verður frítt. Hið eina sem þarf að greiða fyrir er hráefni á matreiðslunámskeiðum.

Dagskrá heilsuvikunnar er þétt og byrjar hún með göngu á mánudeginum þar sem nýjar gönguleiðir í Stykkishólmi verða kynntar. „Flest öll fyrirtæki bæjarins eru að taka þátt,“ segir Aþena. Aðkoma fyrirtækja að Heilsuvikunni er margvísleg. „Sum fyrirtæki eru með heilsutengd tilboð á vörum og þjónustu og það verða námskeið og fyrirlestrar á hverjum degi. Steinunn verður með opna tíma í Metabolic og þá verður Aþena einnig með opna tíma. Frítt verður í líkamsræktina og í sund þessa viku. Þá bjóða Lára og Ágústína uppá opinn tíma í sundleikfimi ásamt því að vera með nuddstofuna opna. María Valdimarsdóttir mun líka bjóða uppá opinn tíma í kennslu í skriðsundi. Veitingahúsin verða með heilsumatseðla og Lyfja mun bjóða upp á afslátt á vítamínum og margt fleira,“ segir Steinunn. Dagskráin endar á sunnudeginum þar sem farið verður í ratleik fyrir alla fjölskylduna. Meistaraflokkar Snæfells mun sjá um ratleikinn og hafa þeir verið með hann áður. Grunn- og leikskóli Stykkishólms verða með heilsudaga í skólunum þar sem skólakrökkum verður boðið upp á fyrirlestra og námsefni um heilsu sem og nemendum verður boðið upp á hollustufæði í skólunum. Þetta er að sjálfsögðu bara lítið brot af því sem í boði verður en dagskrá vikunnar verður borin í hús í þessari viku.

 

Markmið heilsuvikunnar er að fólki líður betur á líkama og sál og að minna bæjarbúa og gesti bæjarins á að margskonar heilsutengd þjónusta er í boði í Stykkishólmi. „Það sem skiptir okkur öllu máli er að þetta höfði til lítilla kríla og alveg upp í eldri borgara,“ segir Steinunn. Reynt verður að láta það sem í boði verður ekki skarast á tíma svo allir geti sótt þá viðburði sem þá langar til að prófa.

 

Sjá nánar í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is