Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2013 10:01

Nýr starfsmaður Alta í Grundarfirði

Kristín Rós Jóhannesdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til starfa hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Kristín býr í Stykkishólmi og mun starfa í útibúi Alta í Grundarfirði. Blaðamaður Skessuhorns fór og kíkti í heimsókn á skrifstofu Alta í Grundarfirði og ræddi lauslega við Kristínu og Björgu Ágústsdóttur útibússtjóra Alta. Kristín er uppalin að Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem foreldrar hennar eru bændur. Hún tók fyrsta ár í menntaskóla í útibúi Fjölbrautaskóla Vesturlands í Stykkishólmi og flutti síðan til Reykjavíkur til áframhaldandi náms. Hún lauk BSc. prófi í Hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Haustin 2007 og 2009 var hún aðstoðarkennari í hagfræðikúrsum við HÍ. Síðar starfaði hún sem hagfræðingur á fjármálasviði Seðlabanka Íslands og hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Hún lauk Msc. prófi í Hagfræði frá University of Warwick vorið 2012. Frá lokum náms síns hefur hún starfað hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur frá árinu 2001 aðstoðað bæði opinbera og einkaaðila við stefnumótun og breytingastjórnun, verkefnisstjórnun, samráð og upplýsingamiðlun, einkum á sviði skipulags og byggðaþróunar, umhverfismála, samfélagsábyrgðar og fleira. Alta hefur frá 2004 haft starfsemi á Snæfellsnesi og sinnt þaðan verkefnum um allt land auk ráðgjafar á Vesturlandi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is