Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2013 06:15

Borgarbyggð styrkir verkefnið um Miðaldaböð

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var samþykkt að veita 500.000 króna styrk til stofnunar Miðaldabaða í landi Hraunsáss í Borgarfirði. Það er þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður M Guðmundsdóttir sem staðið hafa að undirbúningi verkefnisins síðustu fjögur ár. Í samtali við Skessuhorn sagði Páll S Brynjarsson sveitarstjóri að sveitarfélagið finnist verkefnið afar mikilvægt. Borgarbyggð vilji með styrknum leggja sitt af mörkum til að það náist í höfn en nú standa yfir samningaviðræður um fjármögnun þess. Óhætt er að segja að verkefnið sé umfangsmikið en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi þess kosti um 800 milljónir króna. Að sögn Kjartans Ragnarssonar þá hafa viðræður við fjárfesta staðið yfir allt síðasta ár. Margir þeirra hafi lýst yfir áhuga á því að því að efla til muna menningartengda ferðaþjónustu.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggt verði baðhús, þjónustukjarni, aðstaða til sýningahalds, anddyri, minjagripasala, veitingasala, fundaaðstaða og verönd. Í síðari áföngum verksins er áætlað að byggð verði heilsulind og hótelbygging. Áætlanir gera ráð fyrir að Miðaldaböð geti skapað um 150 störf. Því er um verulega hagsmuni að ræða ef af verkefninu verður.

 

Kjartan segir að fyrirtækið Arctic Finance hafi séð um tengsl við fjárfesta undanfarið ár. Allri undirbúningsvinnu lauk í byrjun síðasta árs. Ekki hafa þó verið gefin nein loforð hjá mögulegum fjárfestum en verið sé að skoða málin af miklum áhuga. Meðal annars er horft til þess að boðaður fjárfestingasjóður Icelandair Group, sem er til eflingar heilsárs ferðaþjónustu innanlands, komi að verkefninu en sjóðurinn verður stofnaður á næstunni. Verkefnið hefur tryggt sér landspilduna Hraunsás 2 í Hálsasveit en undirbúningsvinna hefur sýnt fram á að þar séu kjörnar aðstæður til uppbyggingar Miðaldabaða, ekki síst með tilliti til framboðs á heitu vatni. Þá er náttúrufegurð mikil á þessum stað og útsýni til fjalla óvíða fallegra á landinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is