Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2013 08:01

Mikilvægara að bæta varaafl en hringtengja

Meðan á slæma veðrinu stóð fyrir áramót varð stórt svæði á utanverðu Snæfellsnesi rafmagnslaust. Rafmagnsleysið var afleyðing þess að í veðrinu safnaðist mikil ísing á raflínur á sunnanverðu Snæfellsnesi og í rokinu slitnuðu línur og staurar brotnuðu á línunni frá Vegamótum til Ólafsvíkur. Rafmagn var framleitt með dísilrafstöðvum á meðan unnið var við viðgerðir á skemmdu línunni. Þegar mest var voru sjö varaaflsvélar í gangi í Ólafsvík og notuðu þær um 20.000 lítra af olíu á sólarhring. Viðgerð á línunni lauk síðastliðið laugardagskvöld.

Í byrjun apríl á síðasta ári var sagt frá því í Skessuhorni að Landsnet hf. og Rarik ohf. óskuðu eftir því við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ að aðalskipulagi sveitarfélaganna yrði breytt á þá vegu að gert yrði ráð fyrir lagningu á jarðstrengjum og ljósleiðara á milli bæjanna. Forsaga þessarar ákvörðunar var að snemma í janúar 2012 gekk vonskuveður yfir landið og bilun varð á sömu línu og skemmdirnar urðu núna fyrir áramót, með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í Snæfellsbæ þar sem þessi lína er eina tenging byggðar á utanverðu Snæfellsnesi við landsnetið. Í kjölfari þess rafmagnsleysis sendi bæjarstjórn Snæfellsbæjar frá sér bréf þar sem kvatt var til þess að hringtengingu rafmagns yrði komið á til að afhendingaröryggi myndi aukast.

 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar sagði í samtali við Skessuhorn í liðinni viku breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vera búnar að fara í gegnum kynningarferli og vera á síðustu metrunum. „Í fyrra töluðu þeir um fimm ára tímabil en sjálfsagt verður þetta allt endurskoðað núna þegar búið er að fara yfir stöðuna eftir þetta gríðarlega tjón. Að mínu mati er skynsamlegast að auka varaaflið í Ólafsvík. Í stað þess að keyra svona margar varaaflsvélar væri mun betra að vera með eina stærri sem gerði okkur sjálfbær í rafmagnsframleiðslu ef aftur verður rafmagnslaust. Að mínu mati væri næsta skref á eftir því að leggja línuna,“ segir Kristinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is