Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2013 10:01

Handfæra þurfti öll gögn fyrir mjaltaþjóna eftir rafmagnsleysið

Rafmangsleysið í lok árs og um áramótin olli töluverðum skaða víða, svo sem í Dölum og á Snæfellsnesi. Ekki síst var rafmagnsleysið til baga til sveita þar sem nú á stærri búum er allt orðið tölvustýrt, svo sem mjaltaþjónar. Bændur í Lyngbrekku á Fellsströnd lentu í miklum vandræðum, einkum sökum þess að tölva í fjósi eyðilagðist og í ljós kom að uppfærsla á gögnum hafði brugðist hálft ár aftur í tímann. Þurfti að handfæra allar þær færslur upp úr gagnagrunnum Huppu, sem var mikil vinna. Þrátt fyrir þetta stöðvuðust ekki mjaltir og komist var hjá framleiðslutjóni á búinu.

Í færslu á heimasíðu Lyngbrekkubúsins segir að þegar rafmagnið kom á aftur eftir óveðrið og ræsa átti tölvuna í fjósinu, var það ekki hægt. Sótt var ný tölva og átti nú að nota USB kort sem var í tölvunni og öll gögn eiga að fara sjálfkrafa inná. En engin ný gögn voru þar, ekkert hafði vistast inn á kortið síðan 20. júní 2012, en þá urðu einnig skemmdir á fjóstölvunni við spennusveiflur. Þetta þýddi að prenta þurfti úr Huppunni allar sæðingar og burði kúnna og færa handvirkt inn í fjóstölvuna. Ekki nóg með það, því kvígur og kýr sem báru eftir 20. júní duttu út úr kerfinu og allar upplýsingar um þær. „Var setið við frá hádegi til klukkan þrjú um nóttina að koma öllu í lag aftur. Mjaltaþjónninn gat mjólkað og gefið fóður allan tímann meðan tölvan var biluð frá 30. desember til 2. janúar. Á nú allt að vara komið í gott lag,“ segir Kristján Sigurðsson bóndi en einnig var nú í byrjun árs endurnýjuð loftpressa í fjósinu í Lyngbrekku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is