Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2013 12:01

Rannsakar dýr í þeirra náttúrulega umhverfi

Menja von Schmalensee býr í Stykkishólmi með manni sínum Róberti Arnari Stefánssyni. Menja vinnur á Náttúrustofu Vesturlands þar sem hún er sviðsstjóri og Róbert forstöðumaður. Hún hefur stundað dýralífs- og náttúrurannsóknir á Vesturlandi og víðar og hefur mikla ánægju af að vera í nánd við náttúruna. Menja og Róbert fluttu saman í Stykkishólm fyrir tæplega tólf árum síðan og eiga þrjú börn; Aron, Ísól og Söru. Menja er frá Danmörku og ólst upp í Kaupmannahöfn en flutti til Íslands ellefu ára gömul, árið 1983, þegar móðir hennar hóf störf sem sendikennari í dönsku við Háskóla Íslands. Sex árum síðar flutti móðir Menju aftur til Danmerkur en Menja varð eftir á Íslandi. „Ég er aldönsk og fædd og uppalin í Kaupmannahöfn. Mamma mín var þó ættuð frá Borgundarhólmi og pabbi minn frá Fjóni. Það voru mikil viðbrigði að flytja úr hjarta Kaupmannahafnar til vesturbæjar Reykjavíkur á sínum tíma þegar ég var ellefu ára,“ segir Menja um uppruna sinn. 

Varð eftir á Íslandi

„Ég vissi ekkert um Ísland og mín fyrsta hugsun er ég frétti af þessum búferlaflutningum var að þetta yrði hálfskelfilegt. Ég sá fyrir mér að ég yrði að búa í snjóhúsi og fara á hundasleða í skólann. Ég varð þó fljótt öllu fróðari og þótt fyrsta árið eftir að við vorum flutt hingað hafi verið dálítið erfitt á meðan ég var að læra tungumálið fór mér fljótlega að líða mjög vel hér og ég heillaðist strax af náttúru landsins. Við mamma notuðum sumrin mikið til að ferðast um Ísland. Þar sem hún vann við kennslu og ég var í skóla áttum við báðar langt og gott sumarfrí og við fórum hringinn um landið að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri. Við ferðuðumst einnig oft yfir hálendið og mér fannst þetta land magnað og rosalega frábrugðið Danmörku. Ég heillaðist sérstaklega af víðerninu, hraununum og fossunum,“ segir Menja.

 

Sjá viðtal við Menju von Schmalensee sviðsstjóra Náttúrufræðistofu Vesturlands í Stykkishólmi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is