Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2013 03:01

Sjaldan spurt hvort vinahópurinn skili sér á æfingar

Hér á árum áður þótti það ekkert sjálfsagt mál að börn og unglingar væru að leika sér alla daga. Þá var það vinnan sem gekk fyrir öllu og víða vantaði vinnukraftinn. Nú eru breyttir tímar, tilskipanir utan úr heimi segja að fólk megi varla vinna neitt að ráði fyrr en komið er fram á fullorðinsár. Það góða við þessa breytingu er að nú er sú krafa uppi að börn og unglingar fái að njóta þess að stunda íþróttir og ýmsar aðrar tómstundir sem í boði eru. Ekki fer á milli mála að vinsælasti leikurinn og íþróttin til langs tíma er knattspyrnan. Þannig er það líka hér á landi og margir gera sér ekki grein fyrir því mikla starfi sem fram fer innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Í Laugardalnum í Reykjavík eru bækistöðvar KSÍ, nánast tiltekið í byggingu undir nýju stúkunni við völlinn. Þar vinna 16 manns sem hafa ærinn starfa við að skipuleggja og framkvæma ýmis verkefni sem eru á könnu knattspyrnusambandsins. Skagamenn eiga einn fulltrúa í þessum hópi starfsmanna KSÍ, Guðlaug Gunnarsson. Gulli, eins og hann er gjarnan kallaður, sér m.a. um grasrótarstarfið í hreyfingunni og það var ekki síst vegna þess sem blaðamaður Skessuhorns kíkti við í Laugardalnum og átti spjall við Gulla á dögunum.

Á flækingi fyrstu árin

Guðlaugur var í símanum að ganga frá breytingum á leikdegi í Faxaflóamóti þegar blaðamaður birtist. Eftir að hafa sótt kaffitár í bolla gafst tími í spjall og eins og oft var það uppruninn sem bar fyrst á góma. Gulli fæddist á Akranesi en átti síðan heima á Ísafirði til þriggja ára aldurs, þegar foreldar hans skildu. Síðan var hann á talsverðum flækingi um sveitir um tíma með móður sinni, Jennýju Franklínsdóttur, sem gegndi þá ráðskonustörfum. Gulli kom aftur á Skagann átta ára og átti þar heima til 15 ára aldurs. „Mamma kynntist fósturföður mínum Dagbjarti Dagbjartssyni þegar ég var ellefu ára og þótt hún flytti með honum upp á Refsstaði í Hálsasveit þegar ég var 15 ára, var ég áfram á Skaganum. Ég kláraði 10. bekkinn í gagnfræðaskólanum, en þá var kennt í húsnæði fjölbrautaskólans, og var ég svo að vinna í frystihúsinu hjá HB. Ég fékk snemma mikinn áhuga á fótbolta og æfði og spilaði með ÍA alveg upp í annan flokk. Ég var reyndar mikið í sveitinni fram á unglingsárin og vildi þá ógjarnan missa af leikjum hérna á Skaganum. Síðan daginn eftir leikina var farið á traktornum niður í Reykholt til að ná í blöðin og lesa umfjöllunina um þá. Það vantaði ekki áhugann.“

 

Sjá viðtal við Guðlaug Gunnarsson grasrótarstjóra KSÍ í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is