Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2013 06:15

Stefna á að verða fyrsti skólinn til að spjaldtölvuvæða alla nemendur og starfsfólk

Nýverið var undirritaður samningur milli Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og Epli.is um innleiðingu spjaldtölva í skólann. Spjaldtölvuvæðing Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar verður einstök á landsvísu, þar sem að hann er að því er best er vitað eini skólinn sem er að innleiða notkun spjaldtölva í allt starf skólans, til nemenda og starfsmanna á næstu þremur árum. Innleiðingarferlið í skólana í Hvalfjarðarsveit er þannig, að sögn Jóns Rúnars Hilmarssonar skólastjóra, að við undirritun samningsins fengu kennarar við skólana afhentar spjaldtölvur. Á nýbyrjaðri vorönn verður áhersla lögð á fræðslu og námskeið fyrir kennara til að læra á tækið. Kennarar nýti einnig tímann til að skipuleggja nám nemenda sinna með spjaldtölvuna í huga.

Næsta haust fá nemendur unglingastigsins afhentar tölvurnar. Á vorönn 2014 verður síðan röðin komin að nemendum 1.-7. bekkjar Heiðarskóla og elstu nemendur leikskólans Skýjaborgar. Innleiðingarferlinu lýkur síðan á vorönn 2015 þegar almennir starfsmenn Skýjaborgar og Heiðarskóla fá afhentar tölvur.

 

Jón Rúnar skólastjóri segir að innleiðing og notkun spjaldtölva í skólastarf, tengist þeim markmiðum sem sett hafi verið í nýlegri aðalnámsskrá. Nám og starf sérhvers barns og ungmennis miðist við þarfir þeirra og getu. Skólinn sé fyrir alla og án aðgreiningar. Jón Rúnar segir að byggt sé á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og stefnan sé náin tengsl við samfélag og náttúrulegt umhverfi skólans. „Með því að nota spjaldtölvur í kennslu fá nemendur tækifæri til að vinna sjálfstætt, uppgötva námsefnið á eigin forsendum og leita lausna. Kennarinn er ekki lengur sá sem matar nemendur. Þau uppgötva sjálf, sem væntanlega gerir þau að sjálfstæðari einstaklingum. Einnig gefst börnum og ungmennum fleiri leiðir við að skila af sér verkefnum, t.d. með rafbókum sem geta verið settar saman af texta, ljósmyndum, lifandi myndefni o.fl., allt sem þeir sjálfir geta tekið og unnið sjálfir með spjaldtölvunni,“ segir Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is