Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2013 12:09

Bæjarstjórn fer yfir greinargerð bæjarritara

Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Akranesi, og starfandi bæjarstjóri um tíma, skilaði á mánudaginn inn greinargerð þar sem hann svarar þeim ásökunum sem honum voru bornar á brýn fyrir jólin um meint brot á starfsskyldum. Eins og fram hefur komið í fréttum var hann leystur undir vinnuskyldu um tíma. Fékk hann tveggja vikna andmælarétt sem rann út 7. janúar síðastliðinn. Bæjarstjórn hélt lokaðan fund um málið síðdegis á mánudaginn og var ákveðið að taka þessa viku til að yfirfara greinargerð Jóns Pálma um málið og ákveða framhald þess. Ekki fæst uppgefið hvert hið grunaða meinta brot á starfsskyldum sé. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar formanns bæjarráðs verður tíðinda að vænta eftir helgi. Þrátt fyrir að ekkert fáist staðfest um hin meintu brot á starfsskyldum herma heimildir Skessuhorns að trúnaðarbrestur hafi orðið milli bæjarstjórnar og bæjarritara og þannig vandséð að Jón Pálmi hverfi aftur til fyrri starfa sem bæjarritari, en því starfi hefur hann gegnt í aldarfjórðung á Akranesi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is