Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2013 10:44

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á heilbrigðisþjónustu

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur mótmælt harðlega boðuðum niðurskurði í læknisþjónustu í Grundarfirði, en bæjarstjórn hefur fylgst náið með málefnum heilsugæslunnar. Á fundi bæjarstjórnar í gær mættu forsvarsmenn undirskriftarsöfnunar þar sem mótmælt er fyrirhuguðum niðurskurði læknisþjónustu. Afhentu fulltrúar þeirra, þær Eva Jódís Pétursdóttir og Hugrún Birgisdóttir, yfirlýsingu hópsins ásamt undirskriftalista 350 íbúa Grundarfjarðar. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir harðlega boðuðum niðurskurði í læknisþjónustu í Grundarfirði. „Samkvæmt áformum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verða vaktsvæði heilsugæslulækna í Grundarfirði og Ólafsvík sameinuð um helgar frá og með vori. Það þýðir að aðra hverja helgi verður ekki læknir í Grundarfirði. Með þessari ákvörðun er verið að raska áralöngum stöðugleika í læknisþjónustu í Grundarfirði en hingað til hefur ekki verið vandkvæðum bundið að manna stöðu læknis í sveitarfélaginu,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

 

 

 

Þá segir að ljóst sé að álag á sjúkraflutninga muni aukast mikið við fyrirhugaðar breytingar hjá HVE. „Sú alvarlega staða getur komið upp að löng bið verði eftir lækni og því er mikil ábyrgð lögð á herðar sjúkraflutningamanna. Sparnaður sem áætlaður er að náist fram með þessum ráðstöfunum er sáralítill, ef nokkur, þegar upp er staðið. Bæjarstjórn Grundarfjarðar hvetur stjórnvöld til að standa vörð um grundvallarþjónustu í heilsugæslu, en með skerðingu á henni er ráðist með grafalvarlegum hætti að öryggi íbúa og búsetuskilyrðum í sveitarfélaginu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is