Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2013 09:05

Ástæður uppsagnar bæjarritara eru oftekin gjöld - starfslokasamningur gerður

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Jón Pálmi, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar 16. desember sl. vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. Í tilkynningu sem bæjarstjórn Akraness sendi sl. mánudagsmorgun segir: „Kveikjan að því að málið var upphaflega tekið til skoðunar á vettvangi Akraneskaupstaðar var ábending frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um að bæjarritarinn, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórnum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Menningarráðs Vesturlands, krefði fleiri en einn aðila um akstur og þóknun fyrir setu á sömu fundum.“

 

 

 

 

Þá segir að lögmenn og endurskoðendur Akraneskaupstaðar hafi kannað málavöxtu í framhaldi þessara upplýsinga að ósk formanns bæjarráðs. „Í áliti þeirra kemur fram að bæjarritarinn hafi ekki farið að reglum sem gilda hjá Akraneskaupstað varðandi greiðslur fyrir bifreiðaafnot. Hann hafi krafið í nokkrum tilvikum um greiðslu og fengið greitt í tvígang fyrir sama aksturinn á árunum 2011 og 2012. Málin varða Akraneskaupstað annars vegar og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands eða Menningarráð Vesturlands hins vegar. Í áliti lögmanna og endurskoðenda Akraneskaupstaðar kemur einnig fram að bæjarritarinn hafi í nokkrum tilvikum krafið um og fengið greitt fyrir sömu fundina hjá fleiri en einum aðila en setið fundina í nafni Akraneskaupstaðar. Þetta samrýmist ekki reglum sem gilda um fundargreiðslur hjá Akraneskaupstað.“ Loks segir að í ljósi þess trúnaðarbrests sem orðið hefur telji bæjarstjórn Akraneskaupstaðar starfslok óumflýjanleg.

 

Fram kemur einnig að Jón Pálmi hafi að eigin frumkvæði endurgreitt bæjarsjóði tæplega 230.000 krónur vegna ofgreidds aksturskostnaðar. Samkvæmt þessu kemur hann ekki aftur til starfa fyrir Akraneskaupstað og fær hann greitt í samræmi við starfslokasamning sem gerður hefur verið milli hans og Akraneskaupstaðar. Jón Pálmi á að baki 25 ára starf sem bæjarritari á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is